Enski boltinn

Lukaku ætlar ekki að kyssa neina rassa hjá enskum blaðamönnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Romelu Lukaku fagnar sigurmarki sínu um helgina.
Romelu Lukaku fagnar sigurmarki sínu um helgina. Getty/Shaun Botterill
Romelu Lukaku er ósáttur með umfjöllun um sig í enskum fjölmiðlum og talar um rasisma hjá fjölmiðlamönnum í nýju viðtali við Guardian.

Romelu Lukaku skoraði tvö mörk í 3-2 sigri á Southampton í ensku úrvalsdeildinni um helgina og hefur þar með skorað fjögur mörk í síðustu tveimur leikjum sínum með Manchester United.

Guardian fékk viðtal við Romelu Lukaku og þar talar hann hreint út hvað varðar ósanngjarna umfjöllun um sig sem hann skrifar á kynþáttahatur hjá sumum miðlum.





„Ég skoða ekki einu sinni suma fjölmiðla. Ég þarf stundum að borga fyrir það en mér er alveg sama um það. Ég ætla ekki að kyssa neina rassa til að vera elskaður. Það fer líka eftir hvaða blað um ræðir,“ segir Romelu Lukaku hlæjandi enda í viðtali hjá Guardian.

„Það er eitt blað sem allir lesa og ég get sagt við þá hreint út að þeir eru kynþáttahatarar. Þeir vita hverjir þeir eru,“ sagði Lukaku.

Romelu Lukaku segir síðan frá reynslu sinni af ósanngjarni gagnrýni. Lukaku hefur verið gagnrýndur fyrir að skora bara á móti lélegu liðunum.

Þessi fjögur mörk hans í síðustu tveimur leikjum komu á móti liðum í 13. og 17. sæti deildarinnar. Romelu Lukaku hefur skorað 1 af 12 mörkum sínum á móti liðum í efri hluta deildarinnar og það kom á móti liðinu í áttunda sæti (Watford).

Mörk Romelu Lukaku í ensku úrvalsdeildinni út frá stöðu liðanna í deildinni í dag:

Liðin í 1. til 7. sæti - 0 mörk

8. sæti - Watford - 1 mark

12. sæti - Bournemouth  - 1 mark

13. sæti - Crystal Palace - 2 mörk

14. sæti - Newcastle - 1 mark

15. sæti - Brighton - 1 mark

16. sæti - Burnley - 2 mörk

17. sæti - Southampton - 1 mark og 2 mörk

19. sæti - Fulham - 1 mark




Fleiri fréttir

Sjá meira


×