Handbolti

Andrea skoraði fjögur

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Andrea Jacobsen í leik með Fjölni
Andrea Jacobsen í leik með Fjölni Vísir/Eyþór

Andrea Jacobsen og stöllur í Kristianstad töpuðu fyrir Lugi á heimavelli sínum í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.

Andrea skoraði fjögur mörk í 25-27 tapinu.

Kristianstad er í 11. og næst neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, jafnt að stigum og Boden í botnsætinu.

Boden tapaði einnig í kvöld, 30-22, gegn Skara á útivelli. Hafdís Renötudóttir varði þrjú skot í marki Boden.

Neðsta lið deildarinnar fellur beint í B-deildina en liðin þrjú þar fyrir ofan fara í umspil.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.