Net, búð og bíll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftlagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Sköpum samfélag fyrir börn Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Skrift er málið Guðbjörg Rut Þórisdóttir skrifar Skoðun Viltu hafa jákvæð áhrif þegar þú ferðast? Ásdís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Tvær leiðir færar til þess að skóli fyrir alla geti virkað Íris Björk Eysteinsdóttir skrifar Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Sjá meira
Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd.
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson Skoðun