Net, búð og bíll Kristín Þorsteinsdóttir skrifar 23. febrúar 2019 08:30 Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Þorsteinsdóttir Mest lesið Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Skoðun Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut í samhengi norskra skipaganga Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Sjá meira
Verslun á undir högg að sækja á rótgrónum verslunarstöðum í miðborginni, og víðar. Egill Helgason fjölmiðlamaður rölti á dögunum um sögufrægasta verslunarsvæði borgarinnar, við mót Laugavegar og Skólavörðustígs, og myndaði tóma búðarglugga á yfirgefnu verslunarhúsnæði. Hann sýndi okkur 9 galtóm rými sem flest hýstu áður tísku- eða hönnunarverslanir. Hann velti fyrir sér orsökunum án þess að komast að sérstakri niðurstöðu. Var það leiguverðið, skortur á viðskiptavinum, of margir ferðamenn eða einhæft mannlíf? Auðvitað er engin einhlít skýring. Leiguverð er greinilega of hátt, og opinber gjöld borgaryfirvalda sömuleiðis. Líklega er talsvert til í því að túristarnir, og varningurinn sem þeir vilja, fæli heimafólk, hinn hefðbundna viðskiptavin, frá. En meginskýringin hlýtur að vera breytingin sem er að verða á verslunarmynstri um allan heim. Netverslun verður sífellt stærri hluti af neyslumenningunni. Þeir sem tapa í nýjum veruleika eru auðvitað þeir sem reka hefðbundnar verslanir og finna ekki nýjar leiðir að viðskiptavinum sínum. Þetta er ekki séríslenskt. Á Manhattan stóð um 7% verslunarhúsnæðis autt að jafnaði fyrir örfáum árum. Nú er hlutfallið 25%. Í Bretlandi og Bandaríkjunum heyja hefðbundnir verslunarrisar dauðastríðið. Sears fór í gjaldþrot fyrir örfáum vikum, House of Fraser síðastliðið sumar. Teikn eru á lofti um að Debenhams muni ekki lifa af. Þessi rótgrónu verslunarveldi eiga það sameiginlegt að hafa dagað uppi. Þeim hefur ekki tekist að aðlaga sig netversluninni að neinu ráði, og sitja upp með leigusamninga sem eru fyrirtækjunum myllusteinn um háls. Á þeirra vegum eru hundruð stórverslana sem fólk á æ minna erindi við. Hér gildir það sama. Hagar ákváðu að draga saman seglin í rekstri fataverslana fyrir fáum árum – ekki að ástæðulausu. Stjórnendur stærsta smásölufyrirtækis landsins töldu það vonlausan slag við alþjóðlega netverslun og risafyrirtæki eins og H&M eða Lindex. Sumir halda því fram að verslun í miðbænum eigi undir högg að sækja vegna götulokana eða skorts á bílastæðum. Slíkar skýringar eru fjarstæðukenndar. Í borgum sem við viljum bera Reykjavík saman við er alls staðar verið að þrengja að einkabílnum og gera götur aðlaðandi fyrir gangandi. Þar fyrir utan er sennilega hvergi í miðborg viðlíka bílastæðaflæmi og í hjarta Reykjavíkur. Sú staðreynd að verslun í Reykjavík á undir högg að sækja hefur ekkert með bílastæði að gera. Þvert á móti er umferð um miðborgina margföld á við þann rósrauða tíma sem kaupmenn sem halda slíku fram vísa til. Það voru ekki götulokanir sem urðu hinni ágætu tónlistarbúð Hljómalind að aldurtila, heldur Spotify. Tómu gluggarnir í miðbænum eru hluti af alþjóðlegri þróun og það mun verða eitt helsta verkefni borgaryfirvalda, í Reykjavík og annars staðar, að stuðla að því að miðborgin dafni áfram í breyttri mynd.
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Skoðun Ísland 2.0 – Mótum framtíðina saman Erla Tinna Stefánsdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson Skoðun