Handbolti

Fjölnismenn drógust á móti Val: Undanúrslitaleikirnir klárir

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það er alltaf mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni þegar keppt er um bikarmeistaratitlana í handbolta.
Það er alltaf mikið um dýrðir í Laugardalshöllinni þegar keppt er um bikarmeistaratitlana í handbolta. vísir/andri marinó
Í dag var dregið í undanúrslitum í Coca Cola bikar karla og kvenna í handbolta sem fara fram í Laugardalshöllinni frá 7. til 9. mars. Bestu liðin samkvæmt stigatöflu Olís deildarnna, drógust ekki saman að þessu sinni.

Fjölnir er í Grill 66 deild karla og ÍR er í 9. sæti í Olís deild karla en þau þurfa að fara í gegnum tvö af sterkustu liðum deildarinnar til að komast í bikarúrslitaleik Coca Cola bikars karla.

Fjölnir mætir Val en fyrir sextándu umferð Olís deildar karla þá voru Valsmenn á toppnum. Fjölnir er aftur á móti í efsta sætinu í Grill 66 deild karla.

FH tekur á móti ÍR í seinni leik kvöldsins en það munar sex sætum á liðuunum í Olís deildinni og FH-ingar unnu fimm marka sigur á ÍR-ingum í leik liðanna í gærkvöldi.

Tvö efstu liðin í Olís deild kvenna, Valur og Fram, drógust ekki saman í undanúrslitum Coca Cola bikars kvenna og geta því mæst í bikarúrslitaleiknum.

Valur mætir ÍBV en Fram spilar við Stjörnuna. Eyjakonur þurfa að spila fyrri leikinn sem er engin óskastaða fyrir þær.

Undanúrslit Coca Cola bikars kvenna 2018-19:

(Leikirnir fara fram fimmtudaginn 7. mars)

18.00 ÍBV - Valur

20.15 Stjarnan - Fram

Undanúrslit Coca Cola bikars karla 2018-19:

(Leikirnir fara fram föstudaginn 8. mars)

18.00 Fjölnir - Valur

20.15 FH - ÍR




Fleiri fréttir

Sjá meira


×