Golf

Bónus fyrir golfáhugamenn í dag

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Casey og Mickelson á Pebble Beach í gær.
Casey og Mickelson á Pebble Beach í gær. vísir/getty

Lokadagur AT&T-mótsins á PGA-mótaröðinni verður í beinni á Golfstöðinni í dag. Ekki tókst að ljúka mótinu í gær en það verður gert í dag en útsending hefst klukkan 16.00.

Phil Mickelson stendur ansi vel að vígi á 18 höggum undir pari þegar hann á aðeins eftir að leika tvær holur. Paul Casey er næstur á 15 höggum undir pari en hann á einnig eftir að leika tvær holur.

Það var orðið nokkuð dimmt í gær er leik var frestað. Mickelson var meira en til í að klára hringinn en Casey neitaði að spila meira.

„Ég skil vel sjónarmið Casey. Það var orðið dimmt og við getum komið aftur í betra skyggni og með flatirnar ferskar. Ég var að spila vel, sá ágætlega og var því alveg til í að klára þetta,“ sagði Mickelson.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.