Komin á örorkubætur eftir að hafa fengið boltann í höfuðið Tómas Þór Þórðarson skrifar 13. febrúar 2019 10:00 Guðrún Ósk Maríasdóttir hefur ekkert getað spilað handbolta í vetur. vísir/valli Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér. Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira
Guðrún Ósk Maríasdóttir, einn besti handboltamarkvörður landsins undanfarin ár, gekk í raðir Stjörnunnar síðasta sumar eftir að vinna hvern titilinn á fætur öðrum með Fram, síðast Íslandsmeistaratitilinn fyrir tæpu ári síðan. Lítið varð úr fyrsta tímabilinu í Garðabænum þar sem að Guðrún, sem var valin besti leikmaður úrslitakeppninnar 2017 er hún varð meistari með Fram, fékk skot í höfuðið úr hraðaupphlaupi frá Perlu Ruth Albertsdóttur, leikmanni Selfoss, í leik liðanna í annarri umferð Olís-deildarinnar. Guðrún kláraði leikinn en var drifin upp á spítala að honum loknum þar sem að hún var greind með heilahristing. Við tók endurhæfing en alltaf fann Guðrún fyrir stöðugum hausverk til lengri tíma og var hún þá greind með „post-concussion syndrome.“ „Einkennin eru mismunandi eftir einstaklingum en ég fæ mikinn höfuðverk og er með sjóntruflarnir, ljósfælni og hljóðfælni. Einnig skortir mig einbeitingu og fleira sem hefur mikil áhrif á daglegt líf. Það hefur gert það að verkum að ég get ekki stundað handbolta,“ segir Guðrún Ósk í viðtali við RÚV.Heilahristingurinn og eftirmála hans hafa mun meiri áhrif á Guðrúnu en bara það að geta ekki æft handbolta. Daglegt líf reynist Guðrúnu erfitt og er hún komin á örorkubætur, að því segir í frétt RÚV, og hefur hún hefur þurft að hætta að vinna. Guðrún og maðurinn hennar, Árni Björn Kristjánsson, eiga einnig fatlaða stelpu og í baráttunni við veikindi sín hefur hreinlega reynst erfitt að sjá um hana og halda heimili á sama tíma. „Það hefur reynst erfitt að hugsa um hana og hvað þá að vera með heimili. Ég hef þurft að hætta í vinnu þannig að þetta hefur haft töluvert áhrif utan handboltans,“ segir Guðrún Ósk sem er að ná bata en það gerist hægt. „Ég myndi ekki segja [að ég sjái mun] dag frá degi en kannski frá mánuði til mánaðar. Ég sé samt framfarir þegar kemur að augnhreyfiæfingum og jafnvægi. Ég get kannski unnið lengur á lágum púls en ég gerði í byrjun. Ég get núna farið í göngutúr sem er jákvætt. Það gat ég ekki gert fyrst,“ segir Guðrún Ósk Maríasdóttir.Frétt RÚV má sjá hér.
Heilbrigðismál Olís-deild kvenna Mest lesið Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Dagskráin í dag: Lokasóknin, körfubolti og pílukast Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Fleiri fréttir Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Sjá meira