Handbolti

Barcelona rúllaði yfir Kristianstad

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Ólafur í leik með Kristianstad.
Ólafur í leik með Kristianstad. vísir/getty

Barcelona fór langt með að tryggja sér toppsætið í A-riðli Meistaradeildar Evrópu í handbolta með stórsigri á Kristianstad.

Sænsku meistarrnir eiga enn möguleika á að komast áfram í 16-liða úrslitin.

Aron Pálmarsson komst ekki á blað en átti sex stoðsendingar í liði Barcelona. Arnar Freyr Arnarsson, Ólafur Guðmundsson og Teitur Örn Einarsson komust allir á blað í liði Kristianstad.

Barcelona vann leikinn örugglega 43-26 eftir að hafa verið 21-12 í hálfleik.

Arnar Freyr skoraði fjögur mörk fyrir sænska liðið og Ólafur og Teitur settu tvö hvor.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.