Milligjöld lækka – loksins Andrés Magnússon skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það þarf bara rétta fólkið Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er.
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun
Skoðun Keflavíkurlausnin: Innflytjendadómstóll gæti sparað okkur milljarða Ómar R. Valdimarsson skrifar
Skoðun Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková skrifar
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Má (ég) banna börnum að nota móðurmál í skólanum? Donata Honkowicz Bukowska,Fríða Bjarney Jónsdóttir,Hermína Gunnþórsdóttir,Renata Emilsson Pesková Skoðun