Milligjöld lækka – loksins Andrés Magnússon skrifar 5. febrúar 2019 08:00 Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Andrés Magnússon Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Stóra myndin í leikskólamálum Skúli Helgason skrifar Skoðun Að finnast maður ekki skipta máli Víðir Mýrmann skrifar Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar Skoðun Fagmennska í framlínunni - Af hverju kennarar skipta máli Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Seltjarnarnes og fjárhagurinn – viðvarandi hallarekstur Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Breytingar, breytinganna vegna? Dóra Magnúsdóttir skrifar Skoðun Innviðir eru forsenda lífsgæða ekki tekjustofn ríkisins Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Veikindaleyfi – hvert er hlutverk stjórnenda? Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Aðgerðaráætlun í málefnum fjölmiðla Herdís Fjeldsted skrifar Skoðun Magnaða Magnea í borgarstjórn! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Inga Magnea Skúladóttir skrifar Skoðun Menntun og svikin réttindi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hlutdræg fréttamennska um Karlaathvarf og styrki Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Framtíð barna okkar krefst meiri festu en fyrirsagna Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Bær atvinnulífsins Orri Björnsson skrifar Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar Sjá meira
Í samráðsgátt stjórnarráðsins hafa verið sett til kynningar drög að frumvarpi til laga um milligjöld í kortaviðskiptum. Þegar frumvarpið verður að lögum, sem mikilvægt er að verði á vorþingi 2019, verður búið að binda í lög hámörk s.k. milligjalda í kortaviðskiptum. Milligjöld eru þau gjöld sem m.a. verslunar- og þjónustufyrirtæki greiða til greiðslumiðlunarfyrirtækja við sérhverja greiðslu sem fram fer með greiðslukortum. Við breytinguna verður hámark þessara gjalda í debitkortaviðskiptum 0,2% af fjárhæð þeirrar vöru eða þjónustu sem keypt er. Sambærilegt hlutfall í kreditkortaviðskiptum verður 0,3%.Áralöng barátta Það sætir óneitanlega tíðindum að þessi frumvarpsdrög eru nú komin fram. Baráttan gegn háum milligjöldum í kortaviðskiptum er nefnilega eitt dæmi af mörgum um hversu hagsmunagæsla fyrir atvinnulífið getur verið mikið langhlaup. Baráttuna gegn þessum gjöldum má rekja allt aftur til ársins 2002 þegar Evrópusamtök verslunarinnar – EuroCommerce –, sem SVÞ eru aðilar að, lagði fram formlega kvörtun til framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins vegna gjaldanna. Kvörtun EuroCommerce laut fyrst og fremst að því samráði sem kortafyrirtækin höfðu um milligjöldin og þ.a.l. hversu íþyngjandi þau voru fyrir verslunar- og þjónustufyrirtæki í Evrópu. Kvörtun þessi varð upphafið að málarekstri framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins gegn hinum alþjóðlegu kortafyrirtækjum, sem stóð um árabil og lauk ekki fyrr en með dómi Evrópudómstólsins, sem kveðinn var upp í september 2014. Í framhaldi af þeirri dómsniðurstöðu hófst vinna við lögfestingu reglna um hámark milligjaldanna. Hafa nú þegar verið lögfestar reglur um hámark milligjalda í nær öllum EES-löndum og hillir nú loksins undir að þessar reglur verði einnig lögfestar á Íslandi.Gífurlegar upphæðir Það eru gífurlegar upphæðir sem verslunar- og þjónustufyrirtæki vítt og breitt um Evrópu hafa greitt í formi milligjalda á undanförnum árum og áratugum. Í þeim heimi örra breytinga sem verslunar- og þjónustufyrirtæki starfa í, er eitt allra mikilvægasta verkefnið að jafna samkeppnisskilyrðin. Lögfesting reglna um hámark milligjalda er eitt skrefið í þá átt, og því er afar brýnt að þetta lagafrumvarp fái eins skjóta afgreiðslu á Alþingi og kostur er.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Skoðun Ein helsta forvörn og grunnstoð samfélagsins er fjölbreytt íþróttastarf Magnús Ingi Ingvarsson skrifar
Skoðun Vöruvæðing íþróttanna og RIG ráðstefnan um snemmbundna afreksvæðingu Daði Rafnsson skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun