Forherðing Hörður Ægisson skrifar 8. febrúar 2019 07:00 Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Sjá meira
Þetta var skýrt og skorinort hjá seðlabankastjóra. Takturinn í hagkerfinu er að breytast, hagvöxtur fer hratt minnkandi og stjórnendur fyrirtækja sjá frekar fram á uppsagnir en ráðningar, en að sama skapi er ekki efnahagssamdráttur í kortunum. Slíkt áfall gæti hins vegar orðið ef það verða verkföll og launahækkanir langt umfram svigrúm atvinnulífsins. Það hefði þær fyrirsjáanlegu afleiðingar að vextir myndu hækka og atvinnuleysi aukast. „Reynum að forða því,“ sagði Már Guðmundsson. Þegar seðlabankastjóri sér ástæðu til að senda frá sér jafn skýr skilaboð mætti ætla að flestir myndu leggja við hlustir – og kannski taka mark á þeim. Það var auðvitað til of mikils mælst. Viðbrögð forystumanna verkalýðsfélaganna voru í senn fyrirsjáanleg og uggvænleg. Formaður Eflingar, sem verður oft rosalega reið ef einhver kann að hafa aðra skoðun en hún, brást við með því að afgreiða varnaðarorðin sem „forherðingu efnahagslegra forréttindahópa“. Þetta er orðið þekkt stef. Áliti greinenda, hagfræðinga, Seðlabankans – og í raun allra sem leyfa sér að setja fyrirvara við skynsemi þess að hækka laun margfalt meira en sem nemur mögulegri verðmætaaukningu – er hafnað með þeim einu rökum að þetta sé málflutningur „auðvaldsins“ og einhverra óskilgreindra „fjármagnsafla“. Ekki er þetta líklegt til uppbyggilegrar umræðu um hvernig megi laga það sem betur má fara í íslensku samfélagi og bæta lífskjör almennings. Getur verið að hið sama fólk sé ekki drifið áfram af annarlegum hvötum heldur, meðal annars byggt á sérþekkingu þess, menntun og reynslu, viti mögulega um hvað það er að tala? Hin nýja róttæka verkalýðshreyfing, sem verður tíðrætt um að allir aðrir en þau eigi að sýna auðmýkt, mætti stundum hafa það hugfast að þau hafa ekkert tilkall til að telja sig vera þess umkomin að boða hinn eina rétta sannleika. Það er enginn á móti því að bæta kjör launafólks, einkum þeirra lægst launuðu, en það verður ekki gert með því einu að undirrita samninga um innstæðulausar tugprósenta launahækkanir. Íslendingar ættu að hafa lært það af biturri reynslu að hækkun launa umfram framleiðnivöxt leiðréttist með hærri verðbólgu – sem bitnar harðast á skuldsettum heimilum og þeim sem minnst hafa á milli handanna. Laun í krónum talið hafa nær sexfaldast frá 1989 en á sama tíma hefur kaupmáttur aðeins vaxið um 65 prósent. Haldi einhverjir að niðurstaðan yrði á aðra leið við núverandi aðstæður þá hafa þeir hinir sömu fundið upp á nýrri leið til að stórbæta lífskjör alls almennings með einu pennastriki, óháð verðmætasköpun og stöðu útflutningsatvinnuveganna. Fáir ættu að vilja láta reyna á það veðmál. Verkalýðshreyfingin er að stærstum hluta skipuð skynsömu fólki sem veit vel að á því hvílir rík ábyrgð. Í stað þess að reyna að eigna sér hlutdeild í þeim mikla árangri sem áunnist hefur og leggja áherslu á að varðveita hann – kaupmáttur hefur aukist um fjórðung frá 2015 – hefur hluti hennar kosið þá vegferð að sækja í átök við allt og alla fremur en að leita raunhæfra lausna. Það hefur verið ljóst um langt skeið að þær viðræður sem nú eru á borði ríkissáttasemjara eru í fullkomnum ógöngum. Allar kröfur stéttarfélaganna – húsnæðismál, afnám verðtryggingar, vaxtamál og krónutöluhækkanir – eru sagðar ófrávíkjanlegar. Ef fram heldur sem horfir geta viðræðurnar aðeins endað á einn veg þar sem félögin munu slíta þeim og boða til verkfalla – og um leið taka niður með sér allt hagkerfið. Við erum að nálgast ögurstundu.
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir Skoðun