Læmingjar í Reykjavík Jón Hálfdanarson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Læmingjar eru lítil nagdýr sem lifa á norðlægum slóðum, þó ekki á Íslandi. Þegar þeir eru orðnir nógu margir segir þjóðsagan að þeir fylgi foringjanum í blindni út í hvað sem er og kasti sér í stríðum straumi fram af björgum ef það er hans vilji. Högum við okkur eins og læmingjar? Já, við gerum það. Við sáum það í aðdraganda hruns bankanna fyrir rúmum áratug. Og nú eru sömu teikn uppi í ferðaiðnaðinum. Það er fyrirsjánlegt að hann á eftir að dragast saman. Línurit sýna að hann hefur náð hápunkti og á sumum sviðum er niðursveiflan farin að koma fram. Ég nefni þrjú flugfélög sem Íslendingar hafa komið nálægt. Primera Air er komið á hausinn með pompi og prakt. WOW air er í raun gjaldþrota, hefur dregið saman rekstur og berst fyrir að fá inn nýtt fjármagn. Við fylgjumst með þeirri baráttu og vonum að allt fari vel. Og hvað með Icelandair? Hver er staðan þar? Samt halda menn áfram að byggja hótel eins og engin veðrabrigði hafi orðið og hraða heldur ferðinni. Samkvæmt úttekt Morgunblaðsins í síðasta mánuði er áformað að taka um 1500 ný hótelherbergi í notkun í Reykjavík á næstu tveimur árum. Í kvosinni er verið að reisa stórt hótel skáhallt fyrir neðan Menntaskólann. Við Hörpu er lúxushótel í byggingu. Í frétt í Fréttablaðinu frá því í sumar er sagt að verkefnið sé komið 50 milljónir dollara fram úr upphaflegri áætlun, m.a. vegna hækkunar krónunnar. Ekki litlar upphæðir þar á ferðinni. Og þá er komið að stóra hótelinu við Austurvöll. Heiðursborgarar Reykjavíkur hafa sameinast og mótmælt framkvæmdunum margsinnis. Þau benda á að verið sé að vinna óbætanleg spjöll á viðkvæmum og söguhelgum reit í hjarta höfuðborgarinnar, - Vigdís Finnbogadóttir, Friðrik Ólafsson, Þorgerður Ingólfsdóttir og Erró. En engan bilbug er að finna á þeim sem sjá um framkvæmdirnar, Lindarvatni ehf. Forstjóri Icelandair er stjórnarformaður Lindarvatns. Icelandair Group á helmingshlut í Lindarvatni. Lífeyrissjóðirnir eiga meirihluta í Icelandair Group. Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, hefur upplýst að eina fjármagnið sem eytt hafi verið í framkvæmdirnar komi frá kaupum lífeyrissjóða á skuldabréfum sem Lindarvatn gaf út. Þá segir hann: „Um er að ræða gríðarlega áhættusama framkvæmd og ekki fæst séð að félagið sé full fjármagnað fyrir þeim flóknu og miklu framkvæmdum sem eftir eru. Þeir einu sem sitja eftir með alla áhættuna af þessu áhættusama verkefni eru því lífeyrissjóðirnir.“ Ráð fjallamanna er skýrt: Þegar veður skipast í lofti þá skaltu snúa við. Það er engin skömm að því. Erum við eins og læmingjar? Nei, sagan um læmingjana er þjóðsaga. Þeir haga sér ekki svona. Ef til vill eru þeir skynsamari en við.Höfundur er eðlisfræðingur
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun