Kínversku mýsnar og verðbólgan Björn Berg Gunnarsson skrifar 30. janúar 2019 07:00 Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Björn Berg Gunnarsson Mest lesið Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Sjá meira
Zhao Zhiyong, íbúa Shanghai, hefur væntanlega brugðið nokkuð þegar hann kom heim úr vinnunni um árið og sá ástandið á ævisparnaðinum. Zhao hafði komið reiðufénu fyrir á öruggum stað, að því er hann hélt að minnsta kosti. Djúpt í frakkavasa inni í dimmum skáp var sparnaðurinn kannski ekki á glámbekk en það dugði ekki til að plata mýsnar sem runnu á peningalyktina og átu hvað þær gátu. Þar fóru skólagjöld barnsins og lífeyrir foreldranna. Kínverjar eru almennt óvenju duglegir að spara. Heimilin leggja fyrir 25-35% af tekjum sínum og yfir helmingur leggur reglulega fyrir til skólagöngu barna sinna og í varasjóð. Þetta er hluti af menningu þeirra sem við mættum taka okkur til fyrirmyndar. Það er þó ekki síður mikilvægt að vanda valið á sparnaðarforminu. Ég veit ekki til þess að íslenska húsamúsin leggi sér peningaseðla til munns en því miður líður varla sú vika að ég hitti ekki einhvern sem hefur horft upp á dýrmætan varasparnað rýrna vegna misskilnings er tengist Tryggingastofnun. Einhverra hluta vegna er hún æði lífseig sú mýta að stofnunin skerði greiðslur vegna eigna fólks og að skerðingar ellilífeyris hennar séu króna á móti krónu. Þetta veldur því að sumir telja sig koma betur út fjárhagslega með að fela sparifé sitt fyrir ríkinu í bankahólfum, koddaverum eða frakkavösum. Þar er ávöxtunin auðvitað engin en seðlarnir eru þess í stað étnir upp af íslenskri hliðstæðu kínversku músanna, verðbólgunni. Sá sem stakk milljón undir dýnuna í upphafi árs 2009 á nú rúmar sjö hundruð þúsund krónur að raunvirði. Á reikningi eða í ríkisskuldabréfum hefðu skatturinn og Tryggingastofnun vissulega tekið sinn skerf af ávöxtuninni en stór hluti hennar hefði þó orðið eftir. Það hlýtur að vera betra að fá eitthvað en ekkert.Höfundur er fræðslustjóri Íslandsbanka
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir Skoðun
Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson Skoðun