Þegar Ísland vann bronsið á EM Benedikt Bóas skrifar 31. janúar 2019 13:00 Íslenska landsliðið í handbolta vann frækinn sigur á Pólverjum á þessum degi. Mynd/DIENER Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/ Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira
Handboltalandsliðið náði sögulegum árangri á þessum degi árið 2010 er það tryggði sér bronsverðlaunin á Evrópumeistaramótinu í handbolta. Þetta var í annað skiptið í röð sem liðið vann til verðlauna á þeim stórmótum sem það tók þátt í. Ísland vann Pólland í bronsleiknum, 29-26, í leik þar sem Alexander Petersson sýndi einhver stórkostlegustu tilþrif sem sést hafa í handbolta. Fréttablaðið hafði fyrirsögnina; Silfur í hárinu og brons um hálsinn enda flestir leikmenn með gelið Silver í hárinu sem þeir Björgvin Páll Gústavsson og Logi Geirsson settu á markað. Til marks um gleðina sem ríkti í hópnum var að allir voru með gelið í hárinu þegar þeir tóku við verðlaununum. „Meira að segja Guðmundur Þórður Guðmundsson [landsliðsþjálfari] „silfraði“ sig upp,“ sagði Aron Pálmarsson stoltur við Fréttablaðið eftir afhendinguna. Fyrri hálfleikurinn var einfaldlega stórbrotinn. Pólverjar skoruðu aðeins þrjú mörk á fyrsta stundarfjórðungnum og var Ísland þá komið með 8-3 forystu. Varnarveggur íslenska liðsins var eins og ókleifur múr. Stórskyttum Pólverja var haldið undir 50 prósenta skotnýtingu og þeirra beittasta vopn, Karol Bielecki, tók eitt skot í öllum hálfleiknum. Það geigaði. En svo kom hræðilegur kafli í upphafi síðari hálfleiks. Besti markvörður mótsins, Slawomir Szmal, fór á kostum og varði sjö af fyrstu níu skotum Íslands í hálfleiknum. Á þessum tíma var skotnýting Íslands komin niður í rúm fimmtán prósent – hún var 80 prósent hjá Póllandi. Á aðeins rúmum sjö mínútum skoruðu Pólverjar sex mörk í röð og minnkuðu muninn í tvö mörk. Íslenska sóknin virtist ekkert ráða við varnarleik Pólverja sem var afar öflugur. Róbert Gunnarsson braut loksins ísinn eftir tólf mínútna leik í síðari hálfleik. Ísland náði að halda forystunni allt til leiksloka en það mátti nánast engu muna. Hreiðar Guðmundsson kom inn í íslenska markið á síðasta stundarfjórðungnum og varði sjö skot, hvert öðru glæsilegra. Seiglan og baráttan í liðinu kristallaðist svo í atviki sem átti sér stað einni og hálfri mínútu fyrir leikslok. Pólverjar komust í hraðaupphlaup og gátu minnkað muninn í eitt mark. Þá kom Alexander Petersson og stal boltanum með því að dýfa sér fyrir framan pólska leikmanninn. Það var einstakt augnablik sem á eftir að lifa lengi, rétt eins og glæsilegur árangur íslenska landsliðsins. Frakkar urðu Evrópumeistarar á mótinu með því að leggja Króata að velli 25-21. Getty/Lars Ronbog/
Birtist í Fréttablaðinu Handbolti Mest lesið Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Handbolti Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Handbolti Í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Hafþór hrósar læknum „Steraleikanna“ og segist treysta þeim alveg Sport Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Handbolti Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Uppgjöfin fyrir Mbappé hafi markað endalok Alonso Fótbolti Extra-leikarnir: „Fannst þessi einkunnagjöf lykta af smá Kópavogsmeðvirkni“ Körfubolti Samningur í höfn hjá Carrick og Manchester United Enski boltinn City fer með góða forystu inn í seinni leikinn gegn Newcastle Fótbolti Fleiri fréttir Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta dónalegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Eyjakonur fylgja Val fast eftir og KA/Þór hóf nýja árið af krafti „Of margir lykilleikmenn sem fundu sig ekki í dag“ Stjarnan sendi Selfoss á botninn Uppgjörið: Fram - Valur 19- 30 | Stórsigur hjá Valskonum Svindluðu á þolprófi og fá ekki að dæma á EM Svíar syrgja 31 árs gamlan handboltamann Ríkjandi meistarar Frakka bíða strákanna okkar Uppgjörið: Ísland - Slóvenía 32-26 | Frábær fyrri hálfleikur gegn Slóvenum Skilur stress þjóðarinnar betur „Ísland hafi aldrei átt jafn góða möguleika á að komast í undanúrslit“ Sjá meira