Henry Cejudo kláraði Dillashaw eftir 32 sekúndur Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2019 06:58 Cejudo fagnar en Dillashaw mótmælir. Vísir/Getty UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Enski boltinn Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Fótbolti Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Sport Salah færði Egyptum draumabyrjun Fótbolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Sport Hættur aðeins þrítugur Golf Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Sport Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Sport Fleiri fréttir Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Dagskráin í dag: Kæst yfir NFL, pílu og enska boltanum Einn leikmaður með samning og völlurinn ólöglegur Vildi tapa legg: „Mesti hávaði sem ég hef heyrt“ Salah færði Egyptum draumabyrjun Fulham skildi Forest eftir við fallsvæðið Áfallið staðreynd og Isak búinn í aðgerð Neres hetja Napoli í Sádi-Arabíu Aron Einar lagði upp dýrmætt sigurmark Sagði látna systur sína hafa tryggt sigurinn ótrúlega Steraleikarnir segi ungu fólki að það sé aldrei nógu fullkomið Afkáralegt fagn hjá hetju Sambíu Glódís Perla veik í jólafríið en enn taplaus Hættur aðeins þrítugur Glódís og Hákon best í fótboltanum á árinu Frelsaði fjárfestirinn Dani Alves gefur sjálfum sér samning Fagnaði titli Liverpool sem óður maður um alla borg Mbappé breytti um fagn af góðu tilefni „Allir virðast elska hann“ Stjörnuútherji Steelers sló til áhorfenda í miðjum leik Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Meira en 37 stöðugildi hjá Knattspyrnusambandi Íslands Táningur fær mikið hrós fyrir viðbrögð sín þegar mótherji missti meðvitund „Þetta mun ekki buga okkur“ Guardiola mun vigta leikmenn Man City eftir jólin Stórstjarna úr WNBA-deildinni í heimsókn á Íslandi Mætir öldungnum sem breytti lífi hans Missti af tveimur mánuðum eftir að hafa slasast við að tengja sjónvarpið „Ef þið væruð Antoine Semenyo, hvert mynduð þið fara?“ Freyr himinlifandi með íslensku strákana Sjá meira
Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45