Henry Cejudo kláraði Dillashaw eftir 32 sekúndur Pétur Marinó Jónsson skrifar 20. janúar 2019 06:58 Cejudo fagnar en Dillashaw mótmælir. Vísir/Getty UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
UFC var með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Brooklyn í nótt. Í aðalbardaga kvöldsins sáum við Henry Cejudo verja titil sinn gegn T.J. Dillashaw. Það var sannkallaður ofurbardagi á dagskrá í nótt þegar fluguvigtarmeistarinn Henry Cejudo mætti bantamvigtarmeistaranum T.J. Dillashaw um titil þess fyrrnefnda. Bardaginn stóð ekki lengur yfir en eftir aðeins 32 sekúndur hafði dómarinn stöðvað bardagann. Cejudo vankaði Dillashaw með hásparki og kýldi Dillashaw svo niður. Cejudo fylgdi því eftir með höggum í gólfinu og reyndi Dillashaw að standa upp en Cejudo kýldi hann aftur niður áður en dómarinn stöðvaði bardagann. Dillashaw var afar ósáttur þegar dómarinn stöðvaði bardagann og má segja að dómarinn hafi verið fullsnemma á ferðinni. Dillashaw var að hreyfa sig og reyna að koma sér í betri stöðu en var á sama tíma að éta högg. Dillashaw sagði að ákvörðun dómarans hefði verið hræðileg og var Dana White, forseti UFC, sammála Dillashaw. Henry Cejudo var þó hæstánægður með sigurinn en þetta var fyrsta titilvörn hans sem fluguvigtarmeistari UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins var fyrrum NFL leikmaðurinn Greg Hardy gegn Allen Crowder í þungavigt. Fyrstu þrír bardagar Hardy höfðu allir klárast á undir 60 sekúndum en í þetta sinn tókst honum ekki að klára bardagann svo snemma. Í 2. lotu var Hardy dæmdur úr leik fyrir kolólöglegt hnéspark. Crowder var með annað hnéð í gólfinu þegar Hardy gaf honum hnéspark í höfuðið en það er ólöglegt. Crower vann því bardagann þar sem Hardy var dæmdur úr leik. Bardagakvöldið var hin besta skemmtun en öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00 Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30 Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00 Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45 Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Verður T.J. Dillashaw tvöfaldur meistari? Í kvöld mætast þeir Henry Cejudo og T.J. Dillashaw um fluguvigtartitil UFC. Dillashaw getur skrifað nafn sitt á spjöld sögunnar með sigri en það gæti reynst dýrt fyrir aðra bardagamenn. 19. janúar 2019 08:00
Nýtt belti hjá UFC um helgina | Conor spenntur UFC tilkynnti í dag að barist verði um nýtt belti hjá bardagasambandinu um helgina. Legacy championship belt kalla þeir nýja beltið. 18. janúar 2019 18:30
Dana: Ég tek ekki þátt í þessu kjaftæði með ykkur Fyrrum leikmaður Dallas Cowboys, Greg Hardy, þreytir frumraun sína hjá UFC um helgina. UFC hefur verið harðlega gagnrýnt fyrir að semja við Hardy sem á skrautlega fortíð. 18. janúar 2019 13:00
Mætti á sviðið með Ólympíugull um hálsinn og „snák“ í poka | Myndband Það er rosalegur bardagi á dagskrá hjá UFC um helgina er tveir meistarar mætast. Þeir hittust í gær og sú uppákoma var afar sérstök. 18. janúar 2019 15:45