Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 12:00 Elvar Örn Jónsson er búinn að spila stórvel á HM 2019. vísir/getty Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, er með hæstu einkunn á HB Statz af þeim leikmönnum sem eru að spila á sínu fyrsta stórmóti á HM 2019.HB Statz er búið að vera með lifandi tölfræði frá öllum leikjum Íslands á mótinu og halda utan um alla tölfræðiþætti en leikmenn fá svo einkunn miðað við það sem þeir gera, gott og slæmt, í hverjum leik. Þrátt fyrir að spila ekki síðasta leik eru Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson í efstu tveimur sætunum en Arnór Þór var með 7,12 í meðaleinkunn fyrir fyrstu sex leikina og Aron Pálmarsson 7,06. Einkunnir leikmanna taka mið af mörkum, skotnýtingu, sköpuðum færum, stoðsendingum, vítaköstum fiskuðum og fengin á sig, töpuðum boltum, löglegum stöðvunum, vörðum skotum, stolnum boltum fráköstum og refsingum.Arnór Þór Gunnarsson trónir á toppnum og endar líklega þar.vísir/gettyElvar Örn er ekki bara efstur stórmótanýliðanna heldur er hann í þriðja sæti í einkunnagjöf landsliðsins í heild sinni með 6,46 í einkunn. Næsti nýliði er Sigvaldi Guðjónsson sem er í 8. sæti með 5,37 í einkunn. Elvar Örn hefur látið minna fyrir sér fara í sóknarleiknum á seinni stigum mótsins en Selfyssingurinn er búinn að spla frábærlega í vörn þar sem að hann er efstur í löglegum stöðunum með 5,7 að meðaltali í leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er þriðji af nýliðunum í ellefta sæti í einkunnum HB Statz með 5,60 og Teitur Örn Einarsson kemur þar næstur með 5,43. Þeir raða sér svo í þrjú neðstu sætin markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson (5,30), Ýmir Örn Gíslason (5,23) og Daníel Þór Ingason (5,19).Fimm efstu í helstu tölfræðiþáttum HB Statz:Fimm hæstu einkunnir Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 7,12 Aron Pálmarsson 7,06 Elvar Örn Jónsson 6,46 Björgvin Páll Gústavsson 6,40 Ólafur Guðmundsson 6,36Fimm hæstu í markaskorun: Arnór Þór Gunnarsson 6,2 mörk að meðaltali í leik Aron Pálmarsson 3,7 Ólafur Guðmundsson 2,9 Elvar Örn Jónsson 2,7 Bjarki Már Elísson 2,3Fimm hæstu í skotnýtingu (5 mörk eða fleiri): Arnór Þór Gunnarsson 82,2% Bjarki Már Elísson 72,7% Sigvaldi Guðjónsson 70,6& Stefán Rafn Sigurmannsson 68,8& Arnar Freyr Arnarsson 66,7%Fimm hæstu í stoðsendingum: Aron Pálmarsson 3,5 að meðaltali í leik Elvar Örn Jónsson 1,6 Ómar Ingi Magnússon 1,4 Gísli Þorgeir Kristjánsson 1,4 Ólafur Guðmundsson 1Fimm hæstu í löglegum stöðvunum: Elvar Örn Jónsson 5,7 Ólafur Gústafsson 4,9 Arnar Freyr Arnarsson 4,1 Ólafur Guðmundsson 3,3 Daníel Þór Ingason 2,1 HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Elvar Örn Jónsson, leikmaður Selfoss í Olís-deild karla, er með hæstu einkunn á HB Statz af þeim leikmönnum sem eru að spila á sínu fyrsta stórmóti á HM 2019.HB Statz er búið að vera með lifandi tölfræði frá öllum leikjum Íslands á mótinu og halda utan um alla tölfræðiþætti en leikmenn fá svo einkunn miðað við það sem þeir gera, gott og slæmt, í hverjum leik. Þrátt fyrir að spila ekki síðasta leik eru Arnór Þór Gunnarsson og Aron Pálmarsson í efstu tveimur sætunum en Arnór Þór var með 7,12 í meðaleinkunn fyrir fyrstu sex leikina og Aron Pálmarsson 7,06. Einkunnir leikmanna taka mið af mörkum, skotnýtingu, sköpuðum færum, stoðsendingum, vítaköstum fiskuðum og fengin á sig, töpuðum boltum, löglegum stöðvunum, vörðum skotum, stolnum boltum fráköstum og refsingum.Arnór Þór Gunnarsson trónir á toppnum og endar líklega þar.vísir/gettyElvar Örn er ekki bara efstur stórmótanýliðanna heldur er hann í þriðja sæti í einkunnagjöf landsliðsins í heild sinni með 6,46 í einkunn. Næsti nýliði er Sigvaldi Guðjónsson sem er í 8. sæti með 5,37 í einkunn. Elvar Örn hefur látið minna fyrir sér fara í sóknarleiknum á seinni stigum mótsins en Selfyssingurinn er búinn að spla frábærlega í vörn þar sem að hann er efstur í löglegum stöðunum með 5,7 að meðaltali í leik. Gísli Þorgeir Kristjánsson er þriðji af nýliðunum í ellefta sæti í einkunnum HB Statz með 5,60 og Teitur Örn Einarsson kemur þar næstur með 5,43. Þeir raða sér svo í þrjú neðstu sætin markvörðurinn Ágúst Elí Björgvinsson (5,30), Ýmir Örn Gíslason (5,23) og Daníel Þór Ingason (5,19).Fimm efstu í helstu tölfræðiþáttum HB Statz:Fimm hæstu einkunnir Íslands: Arnór Þór Gunnarsson 7,12 Aron Pálmarsson 7,06 Elvar Örn Jónsson 6,46 Björgvin Páll Gústavsson 6,40 Ólafur Guðmundsson 6,36Fimm hæstu í markaskorun: Arnór Þór Gunnarsson 6,2 mörk að meðaltali í leik Aron Pálmarsson 3,7 Ólafur Guðmundsson 2,9 Elvar Örn Jónsson 2,7 Bjarki Már Elísson 2,3Fimm hæstu í skotnýtingu (5 mörk eða fleiri): Arnór Þór Gunnarsson 82,2% Bjarki Már Elísson 72,7% Sigvaldi Guðjónsson 70,6& Stefán Rafn Sigurmannsson 68,8& Arnar Freyr Arnarsson 66,7%Fimm hæstu í stoðsendingum: Aron Pálmarsson 3,5 að meðaltali í leik Elvar Örn Jónsson 1,6 Ómar Ingi Magnússon 1,4 Gísli Þorgeir Kristjánsson 1,4 Ólafur Guðmundsson 1Fimm hæstu í löglegum stöðvunum: Elvar Örn Jónsson 5,7 Ólafur Gústafsson 4,9 Arnar Freyr Arnarsson 4,1 Ólafur Guðmundsson 3,3 Daníel Þór Ingason 2,1
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Mest lesið „Donald Trump er algjör hálfviti“ Sport Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Handbolti Áhugamaður vann meistarann og milljón dollara Sport Martraðarbyrjun hjá Arbeloa í Madríd Fótbolti „Þetta get ég og þarf að gera oftar“ Enski boltinn „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Handbolti Skytturnar með forystuna en Garnacho stal þrumunni af Gyökeres Enski boltinn Metár í hlaupum á Íslandi 2025 og unga fólkinu að þakka Sport Heimamenn Marokkó í úrslitaleikinn eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Eitt félag hefur grætt mest á mistökum VAR Enski boltinn Fleiri fréttir „Búið að rífa úr honum stælana, egóið og hrokann“ Virtur handboltasérfræðingur spáir því að EM-bronsið fari til Íslands Stelpurnar okkar fögnuðu stórum sigrum Ungverski línumaðurinn verður ekki með á EM „Allt um þjóðhátíðina í Kristianstad“ Danir voru líka að hugsa um að ráða Dag Sigvaldi ekki hafnað launalækkun Lindgren segir að þetta verði ár Íslands Mætum „Napóleon“ og lærisveinum hans í fyrsta leik á EM í handbolta Meðalaldur íslenska landsliðsins einn sá hæsti á EM Guðmundur svekktur eftir sniðgöngu: „Finnst þetta skammarlegt“ Anton og Jónas dæma fyrsta leik á EM Heimasíða EM í handbolta spáir Íslandi á verðlaunapallinn Árituð landsliðstreyja á uppboði til styrktar Ljósinu Mathias „Gæsling“ kemur til Andabæjar „Hann er góð skytta en ekkert sérstakur hornamaður“ Utan vallar: Betra er frensí en fálæti „Það sem hefur orðið okkur að falli á síðustu mótum“ Fengu símtal frá brjáluðum Gumma Gumm um niðdimma nótt Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Stuðningsmenn Færeyinga gista í ferju í Oslóarhöfn „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Alfreð fagnaði aftur gegn Degi fyrir EM Dísætur sigur Elínar Klöru sem berst um markadrottningartitilinn Uppgjörið: Frakkland - Ísland 31-29 | Jákvæð teikn þrátt fyrir tap Andrea hársbreidd frá því að tryggja stig „Elli“ gerði Alfreð og hans mönnum lífið leitt Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00