Kallar dómarana áhugamenn og segir Króata hafa verið rænda um hábjartan dag Tómas Þór Þórðarson í Köln skrifar 22. janúar 2019 13:00 Lino Cervar var verulega ósáttur. vísir/getty Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28. HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Þýskaland vann Króatíu, 22-21, í spennuleik í milliriðli Íslands á HM 2019 í handbolta í gærkvöldi en sigurinn tryggði gestgjöfum Þýskalands sæti í undanúrslitum mótsins og gerði að sama skapi út um vonir Króatíu að komast sömu leið. Lino Cervar, þjálfari króatíska landsliðsins brjálaðist undir lok leiks þegar að honum fannst dómararnir fara illa með sig og sína menn. Hann tók leikhlé þegar lítið var eftir og eyddi því í að stara illilega á umsjónarmenn leiksins. Eftir leik lét hann svo dómarana heyra það á blaðamannafundi. Hann byrjaði á því að tala ensku og óska þýska liðinu til hamingju með sigurinn en skipti svo yfir á króatísku. Hann sagði það mikilvægt því margir króatískir blaðamenn voru í salnum. „Það er mikilvægt að segja nokkra hluti um dómarana og réttlæti leiksins,“ sagði Cervar en orð hans voru svo túlkuð af konu í fjölmiðlateymi króatíska liðsins. „Þetta heimsmeistaramót ræður því hvaða lið komast í umspil um sæti á Ólympíuleikunum í Tokýó árið 2020. Á mínum 45 ár sem þjálfari hef ég aldrei séð annað eins.“Króatía getur í besta falli náð fimmta sæti en líka endað í 9. sæti.vísir/getty„Dómararnir sinntu ekki starfi sínu í dag. Ólympíunefndin segir að allir eigi að spila á sama réttlætisgrundvelli en okkar lið spilaði ekki við sömu aðstæður og andstæðingurinn í dag.“ „Handboltinn verður að breytast. Það þýðir ekki að áhugamenn ákveði hvar mitt lið spilar næst. Ég vil hrósa mínu liði fyrir hvernig það tók á óréttlætinu en þetta er í þriðja sinn á HM sem við erum rændir.“ „Á endanum vil ég óska þýska liðinu til hamingju þýska liðinu til hamingju þannig að enginn haldi að ég virði það ekki. Christian [Prokop, þjálfari Þýskalands] og leikmennirnir eru toppmenn og þeir spiluðu mjög vel,“ sagði Lino Cervar. Króatía er í fjórða sæti milliriðilsins en það tryggir því leik um sjöunda sætið en það sæti gefur þátttökurétt í umspilinu um Ólympíuleikina. Króatar geta aftur á móti misst sætið ef þeir tapa fyrir Frökkum og Brasilía vinnur Ísland á morgun því Brassar eru yfir gegn Króatíu í innbyrðis viðureignum eftir ein sögulegustu úrslit HM frá upphafi þegar að Brasilía vann Króatíu á sunnudaginn. Hér að neðan má sjá blaðamannafundinn en Lino Cervar fer af stað eftir 3:28.
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00 Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00 Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00 Mest lesið Sumir hneykslast á hegðun heimsmeistarans Sport Mourinho grætti Cristiano Ronaldo í klefanum Fótbolti Giftu sig á gamlársdag Handbolti Van Veen síðastur inn í undanúrslit: „Hætti ekki að brosa næstu 24 tímana“ Sport Varar íþróttafólk við ákveðinni tegund áfengis Sport Kemst bakdyramegin inn í sína bestu grein á Ólympíuleikunum Sport Áfall fyrir Heimi Hallgríms og drauminn um að komast á HM Fótbolti „Mjög svekkjandi“ Enski boltinn Arsenal græddi á mistökum dómarans í 1-0 sigrinum á Everton Enski boltinn Sunderland hjálpaði Arsenal með því að taka stig af Man. City Enski boltinn Fleiri fréttir Giftu sig á gamlársdag „Feginn að þú lifðir krabbameinið af svo þú gætir séð skítaliðið þitt fara niður“ Einar Bragi og félagar áfram á toppnum Fara inn í nýja árið á toppnum Segir Ísland eiga tvo af tíu bestu í heimi Hetjuleg barátta dugði ekki gegn heimsmeisturunum Arnór stoðsendingahæstur þegar Karlskrona hoppaði upp í áttunda Elín Klara endaði árið með hundrað prósent skotleik Strákarnir komnir í úrslit á Sparkassen Óðinn bikarmeistari fjórða árið í röð Kolstad tapaði bikarúrslitaleiknum í vítakeppni Segir starfið í húfi hjá Alfreð Haukur náði hundrað og hundrað fyrir EM Íslendingarnir í miklum ham fyrir EM Handarbrotinn og missir af úrslitaleiknum Reynir farinn að láta til sín taka í þýsku deildinni Elín Klara atkvæðamikil og sigursæl í jólaleiknum Birgir byrjaði rólega eftir jólafrí en fagnaði sigri Stoltur af stráknum en ætlar ekki að kaupa hann aftur Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Sakaður um niðurlægingu: „Við viljum ekki hafa hann sem þjálfara“ Haukur getur náð hundrað plús hundrað fyrir EM-fríið Rúnar sótti sinn fyrsta sigur sem þjálfari Wetzlar Haukur með sjö mörk og Magdeburg rétt marði botnliðið Rúmlega áttræður Moustafa endurkjörinn forseti IHF með yfirburðum Slæm fjárhagsstaða HSÍ kemur ekki niður á EM Donni fagnaði EM vali með skotsýningu Sigvaldi Björn fjarri góðu gamni í sjaldséðu tapi Kolstad Sjá meira
Álagið á HM að öllu leyti óásættanlegt og eitthvað sem verður að bæta úr Guðmundur Guðmundsson hefur engan húmor fyrir leikjaprógramminu á HM í handbolta. 22. janúar 2019 11:00
Karabatic: Ísland getur barist um titla á næstu árum Leikmaður heimsmeistara Frakka hrífst af ungu íslensku liði. 22. janúar 2019 08:00
Elvar Örn bestur af nýliðunum á HM Selfyssingurinn er með hæstu einkunn stórmótanýliðanna á HB Statz eftir sjö leiki. 22. janúar 2019 12:00