Orðinn gamli kallinn í kringum litlu svampana og handboltanördana Tómas Þór Þórðarson í München skrifar 11. janúar 2019 06:00 Björgvin Páll Gústavsson er klár í slaginn. vísir/tom Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Björgvin Páll Gústavsson, markvörður íslenska landsliðsins í handbolta, þreytti frumraun sína á stórmóti fyrir rúmum áratug þegar að íslenska liðið vann silfur í Peking. Stórmótin hafa verið fjölmörg síðan þá hjá markverðinum og árin hafa hrannast upp. Hann er ekki lengur ungur og spenntur hvolpur heldur elsti og reynslumesti maður liðsins. Og hann fær ekki að gleyma því! „Tilfinningin er oftast svipuð fyrir stórmót en hún er aðeins öðruvísi núna. Ég er orðinn gamli kallinn og það er hrikalegur stimpill að fá á sig. Strákarnir eru líka mikið að minna mig á það. Þetta er erfiður biti að kyngja,“ segir Björgvin Páll. „Við erum með meðalaldur upp á 24 ár sem manni finnst eiginlega bara glórulaust. Það er bara geggjað að sjá hversu miklir svampar þessir ungu strákar eru hérna. Þeir éta allt í sig. Það er nýtt fyrir mig að vera gamli kallinn en ég tek því fagnandi,“ segir hann.Björgvin Páll hlustar á landsliðsþjálfarana fyrir æfinguna í dag.vísir/tomAlgjörir proffar Eins og Björgvin bendir á er meðalaldur liðsins ekki hár en nýliðunum verður öllum kasta beint út í djúpu laugina í dag þegar að liðið mætir Króatíu í fyrsta leik á HM 2019. „Það kemur ákveðin gredda með svona ungu liði og margir óvissuþættir sem geta farið vel og illa. Það er eitthvað sem við erum tilbúnir fyrir. Það sést á æfingum hversu tilbúnir þessir strákar eru og það fyllir mann sjálfstrausti. Þó að það er stórmót á hverju ár þá er eitthvað nýtt og öðruvísi við þetta hvort sem það er jákvætt eða neikvætt. Þetta er bara HM og menn koma inn í fyrsta leik sem er stórleikur á móti Króatíu,“ segir Björgvin. En, hvernig eru þessir ungu guttar? Hvernig leikmenn eru þetta og hvernig týpur? Björgvin er allavega mjög ánægður með þá og segir frá: „Þetta eru svampar. Þetta eru atvinnumenn þó svo þeir hafi ekki verið í atvinnumennsku. Þeir mæta hálftíma fyrr á allar æfingar og byrja að rúlla sig en í gamla daga stauluðust menn út úr klefanum rétt fyrir æfingu,“ segir Björgvin. „Manni líður bara illa að koma á æfingu 20 mínútum fyrr því þeir eru þá allir mættir, ferskir og klárir. Þessa nýja kynslóð sem er að koma upp eru bara proffar og gaurar sem vilja þetta. Þetta eru handboltanördar og að labba inn í svona mót fyrir þá er bara gulls ígildi.“Tomas Svensson, goðsögn og grýla, er markvarðaþjálfari landsliðsins.vísir/tomEkki að spila vel Markvarsla landsliðsins hefur ekki verið upp á marga fiska undanfarið og Björgvin og kollegar hans fengið að heyra það. Björgvin er sjálfur í öldudal í Danmörku og fer ekkert í felur með það. Hann er samt alltaf brattur. „Ég er góður. Það er bara ákveðin rútína fyrir mig líka að heyra á hverju ári viku fyrir stórmót þessa umræðu um markvörsluna. Þetta er gömul tugga sem erfitt er að berja frá sér en ef hún á einhvern tíma rétt á sér er það kannski núna,“ segir hann. „Ég hef ekki spilað vel út í Danmörku síðustu mánuðina. Ég byrjaði vel þar en svo fór að halla undan fæti og ég fór að spila minna. Ég var með einhverja 30 prósent vörslu [á Noregsmótinu] þrátt fyrir 0-12 leikinn á móti Noregi þannig ég er bara að vinna í mínum málum og ég er með gott teymi í kringum mig í því. Ég verð bara klár í fyrsta leik,“ segir Björgvin Páll Gústavsson. Allt viðtalið má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Björgvin Páll - Er að vinna í mínum málum
HM 2019 í Þýskalandi og Danmörku Tengdar fréttir Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42 Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30 Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00 Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00 Mest lesið Óheppin Arna fékk dæmt á sig víti gegn Man. Utd Fótbolti Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast Handbolti Ísak lofar að hlaupa mest: „Mjög gaman að sjá fólkið bakka okkur upp“ Fótbolti Birta Georgs: Skrítinn leikur og veðrið átti stóran þátt í því Fótbolti Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Handbolti Vonsvikinn Nik: Þriðja og fjórða markið gætu skipt sköpum Fótbolti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Handbolti Dagskráin: HM-leikir og spennandi kvöld í Bónus-deildinni Sport ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Handbolti Missa af Messi vegna harðra aðgerða gegn innflytjendum í Chicago Fótbolti Fleiri fréttir Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Sjá meira
Má ekki spila með grímuna og fórnar nefinu fyrir málstaðinn Arnar Freyr Arnarsson má ekki fá þungt högg á HM því þá gæti hann nefbrotnað aftur. 10. janúar 2019 18:42
Fékk vondar fréttir frá pabba æskuvinar síns sem er landsliðsþjálfarinn Bjarki Már Elísson fór á grínsýningu með syni landsliðsþjálfarans skömmu eftir að fá rautt ljós á HM-draumuinn. 10. janúar 2019 09:30
Horfir á myndbönd af gamla Aroni til að koma sér í skotgírinn Aron Pálmarsson á að skjóta á markið á HM en það var erfiðara en hann hélt að skipta um hlutverk. 10. janúar 2019 20:00
Beyoncé og Valur hafa bæði tapað í keppnishöll strákanna í München Strákarnir æfa í dag og spila næstu leiki á söguslóðum í heinni helstu íþróttaborg Þýskalands. 10. janúar 2019 14:00