Handbolti

Sérsveitin heldur uppi stemningunni í Ólympíuhöllinni

Tómas Þór Þórðarson í München skrifar
Sérsveitin er mætt til að sjá og sigra.
Sérsveitin er mætt til að sjá og sigra. vísir/sigurður már

Sérsveitin er ný stuðningsmannasveit íslenska landsliðsins í handbolta en fyrir henni fer Benni nokkur Bongó, fyrrverandi formaður Tólfunnar.

Meðlimir Sérsveitarinnar voru mættir fyrstir í hús og byrjaðir að keyra upp stemninguna á meðan beðið var eftir að íslenskir stuðningsmenn færu að mæta í Bjórgarðinn í Ólympíuhöllinni þar sem á að hittast fyrir leikinn í dag.

Sérveitin mun halda uppi stemningunni á leiknum í dag en mögulega verða um 600 íslenskir áhorfendur í Ólympíuhöllinni á leiknum gegn Króatíu sem hefst klukkan 17.00.

Vísir hitti Sérsveitina í stuði nú rétt áðan en meira um það í innslaginu hér að neðan.

Klippa: Sérsveitin í stuði í Ólympíuhöllinni

Tengdar fréttirAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.