Handbolti

Spánverjar fara á topp riðils Íslands

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Evrópumeistararnir byrja vel
Evrópumeistararnir byrja vel vísir/getty

Spánverjar tóku toppsæti B-riðils okkar Íslendinga á HM í handbolta með sigri á Barein. Öll liðin á HM hafa nú leikið sinn fyrsta leik.

Spánverjar mættu lærisveinum Arons Kristjánssonar í Barein og voru Spánverjarnir, ríkjandi Evrópumeistarar, fyrirfram taldir eiga öruggan sigur vísan.

Sú varð raunin en Evrópumeistararnir voru 11-16 yfir í hálfleik. Þegar upp var staðið munaði tíu mörkum á liðunum 23-33.

Norðmenn unnu einnig tíu marka sigur þegar þeir mættu Túnis í C-riðli. Eftir að hafa leitt 13-18 í hálfleik vann Noregur 34-24 sigur.

Spennan var meiri í leik Egypta og Svía en þar voru Svíar með tveggja marka forskot í hálfleik. Lærisveinar Kristjáns Andréssonar unnu að lokum þriggja marka sigur 24-27.

Lukas Nilsson og Jim Gottfridsson skoruðu fimm mörk hvor fyrir Svía og voru markahæstir

Heimsmeistarar Frakka þurftu að hafa fyrir sigrinum gegn Brasilíu í leik sem fyrirfram hefði líklega verið talinn auðveld veiði fyrir franska liðið.

Frakkar voru þó með yfirhöndina og voru 13-16 yfir í hálfleik en Brasilíumenn gáfust aldrei upp og lokatölur urðu 22-24.

Þegar fyrsta umferð riðlakeppninnar hefur verið leikin er staðan því svona:

A-riðill
Þýskaland 2 stig
Frakkland 1 stig
Rússland 1 stig
Serbía 1 stig
Brasilía 0 stig
Kórea 0 stig

B-riðill
Spánn 2 stig
Makedónía 2 stig
Króatía 2 stig
Ísland 0 stig
Japan 0 stig
Barein 0 stig

C-riðill
Danmörk 2 stig
Noregur 2 stig
Austurríki 2 stig
Sádi Arabía 0 stig
Túnis 0 stig
Síle 0 stig

D-riðill
Svíþjóð 2 stig
Angóla 2 stig
Argentína 1 stig
Ungverjaland 1 stig
Katar 0 stig
Egyptaland 0 stigAthugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.