Enski boltinn

Jón Daði vann en Birkir og félagar teknir í kennslustund

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Það gengur ekkert hjá Birki og félögum þessa dagana
Það gengur ekkert hjá Birki og félögum þessa dagana vísir/getty

Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason voru báðir í byrjunarliði liða sinna í ensku B-deildinni í dag. Jón Daði gat þó gengið af velli með bros á vör á meðan illa gekk hjá Birki og félögum.

Reading hefur átt erfitt uppdráttar og er í fallsæti í B-deildinni en vann sinn fyrsta sigur í síðustu 11 leikjum þegar Nottingham Forest mætti í heimsókn.

Forest er án knattspyrnustjóra og ógnaði marki Reading lítið sem ekkert. Heimamenn komust yfir á 23. mínútu með marki John Smith en annars var lítið að frétta í fyrri hálfleik.

Í seinni hálfleik gerðu leikmenn Forest sér ennþá erfiðara fyrir því tveir þeirra voru sendir snemma í sturtu með rautt spjald. Jack Robinson skoraði svo sjálfsmark undir lok leiksins til þess að fullkomna martröð Forest.

Íslenski landsliðsframherjinn lék nærri allan leikinn fyrir Reading, hann var tekinn af velli seint í leiknu.

Wigan vann sinn fyrsta leik síðan í nóvember og dró enn frekar úr dvínandi umspilsdraumum Aston Villa.

Wigan var mun sterkari aðilinn í dag og komst sanngjarnt yfir seint í fyrri hálfleik þegar Gary Roberts skoraði af stuttu færi.

Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum ákvað Dean Smith, þjálfari Villa, að gera þrefalda breytingu og var Birkir einn af þeim sem þurfti að víkja.

Breytingin skilaði þó litlu, Wigan bætti tveimur mörkum við og 3-0 tap Villa staðreynd. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og er dottið niður í 12. sæti deildarinnar, fimm stigum frá sjötta sætinu.

Norwich City varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni og missti Sheffield United upp fyrir sig þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion.

Jordan Rhodes bjargaði því að Norwich fengi stig úr leiknum þegar hann jafnaði á 83. mínútu eftir að Dwight Gayle hafði komið West Brom yfir á 12. mínútu.

Sheffield United vann QPR 1-0 og jafnaði þar með Norwich að stigum en er með betri markatölu og fer því í annað sætið. Leeds er því með fjögurra stiga forystu á toppnum.

Úrslit dagsins:
Birmingham - Middlesbrough 1-2
Brentford - Stoke 3-1
Bristol City - Bolton 2-1
Hull - Sheffield Wednesday 3-0
Ipswich - Rotherham 1-0
Preston - Swansea 1-1
Reading - Nottingham Forest 2-0
Sheffield United - QPR 1-0
West Brom - Norwich 1-1
Wigan - Aston Villa 3-0Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.