Jón Daði vann en Birkir og félagar teknir í kennslustund Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 12. janúar 2019 17:15 Það gengur ekkert hjá Birki og félögum þessa dagana vísir/getty Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason voru báðir í byrjunarliði liða sinna í ensku B-deildinni í dag. Jón Daði gat þó gengið af velli með bros á vör á meðan illa gekk hjá Birki og félögum. Reading hefur átt erfitt uppdráttar og er í fallsæti í B-deildinni en vann sinn fyrsta sigur í síðustu 11 leikjum þegar Nottingham Forest mætti í heimsókn. Forest er án knattspyrnustjóra og ógnaði marki Reading lítið sem ekkert. Heimamenn komust yfir á 23. mínútu með marki John Smith en annars var lítið að frétta í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu leikmenn Forest sér ennþá erfiðara fyrir því tveir þeirra voru sendir snemma í sturtu með rautt spjald. Jack Robinson skoraði svo sjálfsmark undir lok leiksins til þess að fullkomna martröð Forest. Íslenski landsliðsframherjinn lék nærri allan leikinn fyrir Reading, hann var tekinn af velli seint í leiknu. Wigan vann sinn fyrsta leik síðan í nóvember og dró enn frekar úr dvínandi umspilsdraumum Aston Villa. Wigan var mun sterkari aðilinn í dag og komst sanngjarnt yfir seint í fyrri hálfleik þegar Gary Roberts skoraði af stuttu færi. Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum ákvað Dean Smith, þjálfari Villa, að gera þrefalda breytingu og var Birkir einn af þeim sem þurfti að víkja. Breytingin skilaði þó litlu, Wigan bætti tveimur mörkum við og 3-0 tap Villa staðreynd. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og er dottið niður í 12. sæti deildarinnar, fimm stigum frá sjötta sætinu. Norwich City varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni og missti Sheffield United upp fyrir sig þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Jordan Rhodes bjargaði því að Norwich fengi stig úr leiknum þegar hann jafnaði á 83. mínútu eftir að Dwight Gayle hafði komið West Brom yfir á 12. mínútu. Sheffield United vann QPR 1-0 og jafnaði þar með Norwich að stigum en er með betri markatölu og fer því í annað sætið. Leeds er því með fjögurra stiga forystu á toppnum.Úrslit dagsins: Birmingham - Middlesbrough 1-2 Brentford - Stoke 3-1 Bristol City - Bolton 2-1 Hull - Sheffield Wednesday 3-0 Ipswich - Rotherham 1-0 Preston - Swansea 1-1 Reading - Nottingham Forest 2-0 Sheffield United - QPR 1-0 West Brom - Norwich 1-1 Wigan - Aston Villa 3-0 Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira
Jón Daði Böðvarsson og Birkir Bjarnason voru báðir í byrjunarliði liða sinna í ensku B-deildinni í dag. Jón Daði gat þó gengið af velli með bros á vör á meðan illa gekk hjá Birki og félögum. Reading hefur átt erfitt uppdráttar og er í fallsæti í B-deildinni en vann sinn fyrsta sigur í síðustu 11 leikjum þegar Nottingham Forest mætti í heimsókn. Forest er án knattspyrnustjóra og ógnaði marki Reading lítið sem ekkert. Heimamenn komust yfir á 23. mínútu með marki John Smith en annars var lítið að frétta í fyrri hálfleik. Í seinni hálfleik gerðu leikmenn Forest sér ennþá erfiðara fyrir því tveir þeirra voru sendir snemma í sturtu með rautt spjald. Jack Robinson skoraði svo sjálfsmark undir lok leiksins til þess að fullkomna martröð Forest. Íslenski landsliðsframherjinn lék nærri allan leikinn fyrir Reading, hann var tekinn af velli seint í leiknu. Wigan vann sinn fyrsta leik síðan í nóvember og dró enn frekar úr dvínandi umspilsdraumum Aston Villa. Wigan var mun sterkari aðilinn í dag og komst sanngjarnt yfir seint í fyrri hálfleik þegar Gary Roberts skoraði af stuttu færi. Þegar um klukkutími var liðinn af leiknum ákvað Dean Smith, þjálfari Villa, að gera þrefalda breytingu og var Birkir einn af þeim sem þurfti að víkja. Breytingin skilaði þó litlu, Wigan bætti tveimur mörkum við og 3-0 tap Villa staðreynd. Liðið hefur aðeins unnið einn af síðustu átta leikjum sínum og er dottið niður í 12. sæti deildarinnar, fimm stigum frá sjötta sætinu. Norwich City varð af mikilvægum stigum í toppbaráttunni og missti Sheffield United upp fyrir sig þegar liðið gerði 1-1 jafntefli við West Bromwich Albion. Jordan Rhodes bjargaði því að Norwich fengi stig úr leiknum þegar hann jafnaði á 83. mínútu eftir að Dwight Gayle hafði komið West Brom yfir á 12. mínútu. Sheffield United vann QPR 1-0 og jafnaði þar með Norwich að stigum en er með betri markatölu og fer því í annað sætið. Leeds er því með fjögurra stiga forystu á toppnum.Úrslit dagsins: Birmingham - Middlesbrough 1-2 Brentford - Stoke 3-1 Bristol City - Bolton 2-1 Hull - Sheffield Wednesday 3-0 Ipswich - Rotherham 1-0 Preston - Swansea 1-1 Reading - Nottingham Forest 2-0 Sheffield United - QPR 1-0 West Brom - Norwich 1-1 Wigan - Aston Villa 3-0
Enski boltinn Mest lesið Hártogið sem heimurinn hneykslast á: Hvað var hún eiginlega að hugsa? Fótbolti Sænska táningsstelpan tjáir sig um vítið og skilaboðin frá Zlatan Fótbolti „Borgið okkur það sem þið skuldið okkur“ Körfubolti Íslenskur dómari í næst síðasta ráshópnum á The Open Golf Hetja Þjóðverja í gær hefur sigrast tvisvar á krabbameini Fótbolti Zlatan sendi sænsku táningsstelpunni skilaboð eftir vítaklúðrið Fótbolti Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Enski boltinn Fór úr ökklalið og fótbrotnaði í Lengjudeildarleik Íslenski boltinn Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Enski boltinn Vængmennirnir fimm sem United vill losna við Fótbolti Fleiri fréttir Will Ferrell stal athyglinni frá daufum leik Man.United í gær Liverpool kaupir Ekitike fyrir meira en níutíu milljónir evra Rannsaka Íslendingafélagið Burton Albion Rashford nálgast Barcelona Hvar mun Mbeumo spila fyrir Man United? Hrókeringar í markmannsmálum Man City Ince missir prófið og þarf að borga yfir milljón í sekt Madueke skrifar undir hjá Arsenal Hittust á Íslandi og keyptu Mbeumo Stuðningsmenn Manchester United oftast handteknir Snoop Dogg orðinn einn af eigendum Swansea City Liverpool langt komið með að kaupa Ekitike Eigendur Burnley eignast hitt liðið í Barcelona Liverpool reynir líka við Ekitike Steven Gerrard orðinn afi Liverpool tilbúið að slá metið aftur Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Fyrrum leikmaður Manchester United lögsækir félagið Númerin í enska boltanum sem enginn má spila í Umboðsmenn Gyökeres lentir í London og hann sagður á leið í Arsenal Liverpool heiðraði minningu Jota og vann sigur Mínútu þögn fyrir fyrsta leik Liverpool síðan Jota féll frá Grealish líkast til á förum en elskar samt City „meira en allt“ Rio Ferdinand húðskammar Arsenal stuðningsmenn Fjarvera Gyökeres gera félagaskiptin hans „flóknari“ Onana frá næstu vikurnar Yfirgefur herbúðir Chelsea tveimur dögum fyrir úrslitaleik Bræðurnir heiðraðir í fyrsta æfingaleik Liverpool Forest íhugar lögsókn gegn Tottenham Sjá meira