Enski boltinn

Kane frá fram í mars

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Kane getur ekki spilað fótbolta næstu sex vikurnar
Kane getur ekki spilað fótbolta næstu sex vikurnar vísir/getty
Tottenham mun ekki geta notið krafta sóknarmannsins Harry Kane fyrr en í mars vegna meiðsla sem hann hlaut á sunnudaginn.

Kane meiddist undir lok leiks Tottenham og Manchester United á Wembley á sunnudaginn og gaf félagið það út í dag að hann hafi skaddað liðbönd í vinstri ökkla.

Í yfirlýsingu Tottenham kemur fram að Kane verði fjarverandi þar til í byrjun mars.

Það þýðir að Kane missir af 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu þar sem Tottenham mætir Dortmund, seinni undanúrslitaleik deildarbikarsins gegn Chelsea sem og tveimur stórleikjum í ensku úrvalsdeildinni gegn Chelsea og Arsenal.

Meiðsli Kane eru áfall fyrir Tottenham en hann er markahæstur í ensku úrvalsdeildinni, ásamt Mohamed Salah og Pierre-Emerick Aubameyang, með 14 mörk.

Tottenham er í þriðja sæti ensku úrvalsdeildarinnar með 48 stig, níu stigum á eftir toppliði Liverpool.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×