Reiddu of hátt til höggs Ólöf Skaftadóttir skrifar 16. janúar 2019 07:00 Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Kapp borgarfulltrúa Miðflokksins og Flokks fólksins bar skynsemina ofurliði á borgarstjórnarfundi í gær. Þar lögðu þær Vigdís Hauksdóttir og Kolbrún Baldursdóttir til að Braggamálinu yrði vísað til héraðssaksóknara til sakamálarannsóknar. Þetta báru þær á borð þó að skýrsla Innri endurskoðunar hafi ekki tilgreint ástæðu til að blanda lögregluyfirvöldum í málið, en það er úrræði, sem hún vitaskuld getur gripið til telji hún líklegt að borgarstjóri og embættismenn borgarinnar hafi gerst sek um refsivert athæfi. Braggamálið er hrópandi dæmi um hversu illa er farið með fé almennings. Málið er birtingarmynd stærri vanda. Skýrsla Innri endurskoðunar Reykjavíkur gefur stjórnsýslu borgarinnar falleinkunn. Haft er fyrir satt að um þessar mundir sé verið að gera fjórar sambærilegar skýrslur um lausatök í fjármálastjórn í borginni. Skapast hefur mynstur fjálglegrar ráðstöfunar almannafjár. Það er ólíðandi, og við því þarf að bregðast af festu. En til þess þarf enga sakamálarannsókn. Íþyngjandi úrræði á borð við rannsókn sakamáls á ekki að hafa í flimtingum eða nota til þess að slá ódýrar, pólitískar keilur. Það er ekkert grín að vera settur á sakamannabekk. Ákvarðanir um slíkt eiga einfaldlega ekki heima á vettvangi stjórnmálanna. Raunar eru pólitísk leikrit, líkt og það sem Vigdís og Kolbrún settu á svið í gær, til þess eins fallin að draga athyglina frá aðalatriðum málsins. Vissulega geta einstakir stjórnmálamenn kært mál ef þeir finna hjá sér hvöt til þess vegna grunsemda um að saknæmt athæfi hafi átt sér stað, en að leita eftir pólitískum meirihluta til að styðja slíka kæru er glórulaust og setur ömurlegt fordæmi. Ekki þarf að líta langt aftur í sögunni til þess að rifja upp að varhugavert er að halda réttarhöld yfir pólitískum andstæðingum. Menn þurfa ekki einu sinni að hafa sæmilegt skammtímaminni til að rifja upp að stjórnmálamenn sem gert hafa sig seka um slíkt hafa farið sneypuför, sem margir viðurkenna að þeir skammist sín fyrir. Í því ljósi verður að teljast furðulegt, að í hópi borgarfulltrúa Sjálfstæðismanna sé fólk sem léði máls á að sameinast um að leggja til sakamálarannsókn byggða á meirihlutasamþykkt. Það er algjört stílbrot. Þau létu þær stallsystur Vigdísi og Kolbrúnu afvegaleiða sig og léku fullkominn afleik í borgarstjórn. Þátttakendur í fíflaganginum reiddu of hátt til höggs og urðu sjálfum sér til minnkunar. Ráðast þarf í nauðsynlegar úrbætur svo að Braggamálið endurtaki sig ekki. Til þess þarf engan saksóknara. Að minnsta kosti ekki fyrr en þær Vigdís og Kolbrún hafa eitthvað fast í hendi um að sakamál sé á ferðinni í tengslum við framkvæmdir við Nauthólsveg 100.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason Skoðun