Golf

Tiger mætir aftur á einn sinn sigursælasta völl

Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar
Tiger átti frábært ár í fyrra
Tiger átti frábært ár í fyrra vísir/getty

Tiger Woods snýr aftur á golfvöllinn í fyrsta sinn á nýju ári í næstu viku þegar hann mætir á völlinn sem hefur fært honum hvað flesta sigra á ferlinum.

Woods verður meðal keppenda á Farmers Insurance Open um næstu helgi. Mótið er haldið á Torrey Pines vellinum, velli sem Woods hefur unnið á sjö sinnum. Þar á meðal er Opna bandaríska risamótið, en það var haldið á vellinum árið 2008.

Farmers Insurance mótið er oftast það mót sem Woods velur sér sem fyrsta mót ársins, allt frá því hann vann það í fyrsta skipti fyrir tuttugu árum.

Margar af stórstjörnum golfheimsins verða á staðnum um næstu helgi, meðal annars Rory McIlroy og efsti maður heimslistans Justin Rose.

Woods hefur ekki spilað golf síðasta mánuðinn en hann spilaði sitt fyrsta heila tímabil síðan 2015 á síðasta ári þar sem hann náði góðum árangri.


Tengdar fréttir

Mickelson hafði betur gegn Tiger

Það var Phil Mickelson sem fór með sigur af hólmi í einvígi sínu gegn Tiger Woods sem fór fram í gærkvöldi en í verðlaun fékk hann níu milljónir dollara.Athugið. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Vísir hvetur lesendur til að halda sig við málefnalega umræðu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ærumeiðandi eða ósæmilegar athugasemdir og ummæli þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.