Golf

Tiger lenti í vandræðum með golfreglurnar á sínu eigin móti

Bjarni Þórarinn Hallfreðsson skrifar
Tiger átti fínan annan hring
Tiger átti fínan annan hring getty/vísir
Tiger Woods lenti í vandræðum með golfreglurnar á Hero World golfmótinu en Woods heldur mótið sjálfur.



Mótið er haldið í desember ár hvert en er ekki hluti af PGA mótaröðinni. Þrátt fyrir það mæta bestu golfarar heims og taka þátt.



Woods lék fyrsta hringinn á einu höggi yfir pari en hann var öllu betri á öðrum hringnum en hann lék á þremur höggum undir pari og er samtals á tveimur höggum undir pari.



Á lokaholunni lenti Woods í vandræðum eftir upphafshöggið sitt og lenti hann í runna fyrir utan braut. Í öðru höggu sínu var talið að Woods hafi tvíslegið boltann en fyrir það fæst eitt högg í víti.



Að lokaholunni lokinni dæmdu dómarar mótsins hins vegar að Woods hafi ekki tvíslegið og slapp hann því með skrekkinn.



Henrik Stenson og Jon Rahm eru efstir eftir hringina tvo en þeir eru samtals á tíu höggum undir pari.



Rahm lék frábærlega á öðrum hringnum en hann lék á níu höggum undir pari.



Patrick Cantlay og Dustin Johnson eru jafnir á eftir forystusauðunum en þeir eru einu höggi á eftir Rahm og Stenson.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×