Afmælisbarnið Davíð Þorláksson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Davíð Þorláksson Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Of sein til að ættleiða Silja Dögg Gunnarsdóttir Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver er uppruni íslam? Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Sjá meira
Það finnst fæstum gaman að eiga afmæli í kringum jól og áramót. Afmælisbörnin eiga það til að gleymast í öllu tilstandinu. Lokanir vegna frídaga og vörutalninga gera það að verkum að afmælisgjafirnar verða oft óspennandi. Ný þurrkublöð eða ilmspjald í bílinn jafnvel það eina sem er í boði. Þannig hefur það verið með afmælisbarn gærdagsins, EES-samninginn. Í gær voru 25 ár liðin frá því að hann tók gildi. Samningurinn ber aldurinn vel og hefur fært okkur foreldrum hans mikla gæfu. Hann hefur fært okkur frelsi á ýmsum sviðum og aðgang að innri markaði Evrópu sem er gulls ígildi fyrir útflutningsgreinar og þar með alla landsmenn. Það verður þó seint sagt að hinir íslensku foreldrar samningsins hafi sinnt honum sérstaklega vel. Það hefur gengið hægt og misvel að innleiða þær reglur Evrópusambandsins sem okkur ber að gera á grundvelli hans. Þar hafa norsku foreldrarnir staðið sig mun betur. Það er líka leiðinleg tilhneiging hjá íslensku foreldrunum að fara of oft mest íþyngjandi leiðirnar að því að innleiða reglur samningsins. Þar er nýja persónuverndarlöggjöfin nýjasta dæmið. Við þyrftum líka að setja ákvæði í stjórnarskrá um framsal valds til alþjóðstofnana til að taka af allan vafa um það. Þótt samningurinn sé nú orðinn hálfþrítugur þarf samt sýna honum ást og umhyggju. Við þurfum að standa okkur betur í að uppfylla skyldur okkar við hann. Við njótum mun meira góðs af honum heldur en Evrópusambandið. Það er því alls ekki sjálfsagt að við fáum að njóta hans eins lengi og við viljum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar