Heilbrigðisstefnan 2030, athugasemdir Reynir Arngrímsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Bandaríkjaher, upphaf og innleiðing vatnsúðakerfa Snæbjörn R Rafnsson skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Er munur á trú og trúarbrögðum? Árni Gunnarsson skrifar Skoðun Hvaða einkennir góðan stjórnmálamann? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samstarf og samhæfing á breiðum grunni þjóðaröryggis Víðir Reynisson skrifar Skoðun 10 tonn af textíl á dag Birgitta Stefánsdóttir,Freyja Pétursdóttir skrifar Skoðun Sjúkraliðar er fólkið sem skiptir máli Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hversu ört getur höfuðborgin stefnt að breyttum ferðavenjum? Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Læknafélag Íslands hefur fjallað um drög að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030 og telur margt vera jákvætt sem fram hefur komið, en þó þurfi málið frekari umfjöllunar við. Þeir þættir, sem LÍ telur að betur megi fara og eða vanti í stefnudrögin hafa verið tíundaðir í ítarlegri greinargerð og sendir heilbrigðisráðuneytinu. Í fyrsta lagi telur LÍ að eðlilegt og rétt hefði verið að hafa viðameira og ítarlegra samráð við hagsmunaaðila við undirbúning þessarar stefnumótunar. Þá er miður að ekkert samráð virðist hafa verið haft við veitendur sérhæfðrar heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa og stefnumörkun um þann hluta heilbrigðiskerfisins of takmarkaður að mati LÍ og þarfnist frekari skoðunar. Í heilbrigðisstefnuna vantar ákvæði um að öll þjónusta innan heilbrigðiskerfisins sem greidd er af opinberum aðilum skuli byggjast á gagnreyndum fræðum. Umönnun sem veitt er án þess að til hafi komið sjúkdómsgreining og stofnað hafi verið til viðeigandi meðferðar af hálfu læknis er ógnun við gæði og öryggi heilbrigðisþjónustu, segir í sameiginlegri yfirlýsingu stærstu læknasamtaka í Evrópu 2018, um áherslu á lykilhlutverk lækna í sjúkdómgreiningu, meðferð og þverfaglegri umönnun sjúklinga. Þá hefur sóttvarnalæknir bent á að ekkert eða lítið er fjallað um mikilvæg atriði er snerta varnir og viðbrögð við alvarlegum smitsjúkdómum og öðrum sjúkdómum er ógnað geta almannaheill, þ.m.t. vöktun og viðbrögð við smitsjúkdómum, sýkingum eða heilsuvá vegna eiturefna eða mengunar. Í heilbrigðisstefnu þarf að fjalla um heilbrigðisöryggi landsmanna.Ekkert um réttindi sjúklinga Í drögunum er ekkert ákvæði um réttindi sjúklinga og sjúkratryggingarétt. Hvergi er vikið að umboðsmanni sjúklinga og ekki er fjallað um sjúklingasamtök. LÍ leggur til að í stefnuna komi markmið um að árið 2030 verði búið að stofna heildarsjúklingasamtök sem hafi tryggan faglegan og rekstrarlegan grunn. LÍ varar við þeim hugmyndum í heilbrigðisstefnunni að notendur heilbrigðisþjónustunnar séu sviptir réttindum til að velja sér þá þjónustu sem þeir telja sig þurfa og þjónustuaðila til að veita hana. LÍ er ósammála þeim uppgjafartóni sem er í heilbrigðisstefnunni gagnvart því verkefni að manna grunnheilbrigðisþjónustu á landsbyggðinni og að fullnægjandi geti talist að í hennar stað komi fjarheilbrigðisþjónusta. Ekkert er fjallað um rétt til öldrunarþjónustu eða endurhæfingar. Einnig vantar í stefnuna umfjöllun um velferð og starfsþróun mannauðs heilbrigðiskerfisins. Hvergi er minnst á úrbætur er varða vinnutilhögun, sveigjanleika í starfi, heilbrigði og vellíðan starfsmanna, né að stuðlað skuli að mótvægisaðgerðum gegn álagsþáttum í starfi og vinnuumhverfi. Alveg vantar ákvæði um lágmarksöryggisviðmið í mönnun starfseininga innan heilbrigðiskerfisins. Ekkert markmið er um öryggi starfsmanna. Efling læknisþjónustunnar lykilatriði Endurskoðunar á stjórnskipulagi heilbrigðisstofnana er hvergi getið. LÍ telur hugmyndir um aukið hlutverk forstjóra heilbrigðisstofnana óheppilegt fyrirkomulag. Gæta þurfi þess að þeir hafi ekki bæði með framkvæmd og eftirlit að gera eins og skilja má á drögunum með vanreifun á hugmynd um umdæmisstjórn þeirra. LÍ leggst gegn því að stofnað verði til fleiri stjórnunarlaga í heilbrigðiskerfinu. Bent skal á að hlutfall heimilislækna er lágt á Íslandi og þarf að auka. Hlutfall lækna í starfsmannahópi Landspítala er lægra en á sambærilegum háskólasjúkrahúsum skv. skýrslu McKinsey og Company frá 2016 um lykilinn að fullnýtingu tækifæra Landspítalans, íslenska heilbrigðiskerfið á krossgötum sem unnin var fyrir Alþingi. Með fjölgun lækna verður þjónusta heilbrigðiskerfisins skilvirkari, legudögum á sjúkrahúsum getur fækkað og þörf á hjúkrunarþjónustu og kostnaður vegna hennar getur lækkað skv. skýrslunni. Í drögum að heilbrigðisstefnu 2030 er horft fram hjá þessum mikilvægu ábendingum. Tryggja þarf óhindrað aðgengi að læknisþjónustu og sérhæfðri heilbrigðisþjónustu utan sjúkrahúsa. Heilbrigðisöryggi landsmanna byggir á stöðugri endurnýjun og nýliðun í hópi lækna og aðgengi að þjónustu þeirra og þekkingu. LÍ treystir því að ábendingar félagsins um breytingar og viðbætur við stefnudrögin fái hljómgrunn þannig að í tillögum að Heilbrigðisstefnu til ársins 2030, þegar hún verður lögð fyrir Alþingi á vorþingi, verði búið að taka tillit til þeirra.Höfundur er formaður Læknafélags Íslands.
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir Skoðun
Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson Skoðun