Minni ársins Þorbjörg Gunnlaugsdóttir skrifar 3. janúar 2019 08:30 Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fjórða þorskastríðið er fram undan Gunnar Smári Egilsson Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Ég var að reyna að rifja upp þar sem ég sat yfir heiðarlegu og á að giska meterslöngu rækjusmurbrauði og jólabjór hvort ég hefði strengt áramótaheit í fyrra. Ég man það ómögulega en rámar í að hafa verið með hugann við markmiðið um að lærin hristist minna þegar ég geng á sundlaugarbakkanum eins og dóttir mín benti mér einu sinni á að væri reyndin. Janúar er erfiður mánuður. Grænir drykkir leysa af brauð og vín desembermánaðar sem eru afleit skipti. Meirihluti þjóðarinnar er svangur og pirringurinn í samræmi við það. Blessunarlega ganga heitin oftast yfir í febrúar. Þá veit hvert mannsbarn að það er dónaskapur að inna fólk um áramótaheit. Og menn sem spyrja um heitin á bolludaginn kunna ekki að lesa salinn. Minnisleysi mitt tengist reyndar ekki bara áramótaheitinu, ég man ekki heldur hvað ég var að gera síðasta vor eða bara í síðustu viku. Ég fer inn í herbergi að sækja eitthvað sem ég man svo ekki hvað var. Þess vegna ber ég djúpa virðingu fyrir hinum stálminnugu sem geta í lok árs sagt okkur frá helstu atburðum ársins. Maður ársins í mínum huga er oftast bara álitsgjafinn sem getur þulið þindarlaust upp merkilegustu atburði ársins og á góðum degi jafnvel flokkað þá líka. Ég trúi því reyndar að álitsgjafinn muni þetta kannski ekki alltaf upp á 10 og að það sé ekki tilviljun að stærstu fréttapunktarnir eiga sér stað í lok árs. Þess vegna held ég að það hafi reynst Hannesi dýrkeypt að hann varði vítið frá Messi í júnímánuði en ekki í nóvember. Þetta var nefnilega árið þar sem 100 daga rigning tók við af maraþonstormi og svo sumarið sem Hannes varði vítið frá Messi. Nefni þetta bara af því að enginn spurði.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar