Klukkan tvö Ólöf Skaftadóttir skrifar 3. janúar 2019 07:15 Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ólöf Skaftadóttir Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Sjá meira
Á ári hverju mætir forsætisráðherra rúmlega hálftíma of seint í beina útsendingu Kryddsíldarinnar, þar sem árið er gert upp með forystumönnum stjórnmálaflokkanna á Stöð 2. Ástæðan er sú að á sama tíma í Efstaleiti er ávarp forsætisráðherra tekið upp. Hvort tveggja er ómissandi liður hátíðarhaldanna á fjölda íslenskra heimila. Óskiljanlegt er hins vegar af hverju þetta tvennt þarf endilega að skarast. Þrátt fyrir ítrekaðar umleitanir af hálfu einkamiðilsins sér Ríkisútvarpið sér ekki fært að taka upp ávarpið, sem ekki er sýnt í beinni útsendingu, á neinum öðrum tíma en þeim tveimur klukkustundum sem Kryddsíldin er í loftinu. Þetta er einungis lítið dæmi um yfirgang Ríkisútvarpsins á fjölmiðlamarkaði, en segir hins vegar heilmikla sögu. Kryddsíldin er skrautfjöður Stöðvar 2, einkamiðils sem keppir á ósanngjörnum og rammskökkum fjölmiðlamarkaði, þar sem Ríkisútvarpið er alltumlykjandi. Á meðan einkareknir fjölmiðlar berjast í bökkum, geta stjórnendur í Efstaleiti ekki hugsað sér að láta Stöð 2 eftir eitt dagskrárbil á milli tvö og fjögur, einu sinni á ári. Þrátt fyrir skýrt og afmarkað hlutverk stofnunarinnar hefur hún á nánast öllum sviðum flækst inn á umráðasvæði einkamiðla. Mýmörg dæmi eru til dæmis um að opinberu fé sé ráðstafað í yfirboð á sápuóperum og erlendum íþróttaviðburðum. Tæplega eru lýðræðisleg rök fyrir slíkri sóun á skattfé. Ákall um að ríkið tryggi öllum aðgang að bandarísku læknadrama hefur að minnsta kosti ekki farið hátt. Til þess að einkareknir fjölmiðlar geti keppt við réttlát skilyrði þarf að ríkja jafnvægi á markaðnum. Ríkisútvarpið, sem sækir árlega milljarða í vasa skattgreiðenda og fær einnig að athafna sig óáreitt á auglýsingamarkaði, má ekki vísvitandi leggja stein í götu einkamiðlanna líkt og raunin er alltof oft. Til að mynda þegar stofnunin batt auglýsingafé fyrirtækja langt fram eftir hausti með auglýsingapökkum sínum í kringum HM í knattspyrnu í fyrra, á kostnað þeirra sjálfstætt starfandi miðla sem eiga allt sitt undir auglýsingatekjum. Ríkisútvarpið ætti auðvitað að rifja upp sína sérstöðu og lögbundið hlutverk sitt í almannaþágu. Til eru ágætis rök fyrir því að hið opinbera tryggi öllum aðgang að fréttum, fræðslu og lýðræðislegri umræðu. Ríkisútvarpið hefur einfaldlega villst af leið og er í bullandi samkeppni á öllum vígstöðvum við einkamiðlana í ójöfnum leik. Ekkert bendir þó til þess að stjórnendur Ríkisútvarpsins líti þetta sömu augum, enda virðast þeir fyrir löngu hafa gleymt til hvers stofnuninni er haldið úti. Hér er hins vegar lagt til að forsætisráðherra sýni það í verki að henni sé umhugað um að hér geti þrifist eðlileg flóra fjölmiðla í lýðræðisríki. Hún biðji um að tökum sé einfaldlega flýtt um rúman hálftíma. Klukkan tvö þurfi hún að vera mætt annað.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar