Ævikvöldið Kolbrún Bergþórsdóttir skrifar 7. janúar 2019 07:00 Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kolbrún Bergþórsdóttir Mest lesið Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Laugarnestangi - til allrar framtíðar Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur um atburðina á Gaza Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Öryggi geðheilbrigðis Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Mjóddin og pólitík pírata Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Okkar eigin Don Kíkóti Kjartan Jónsson skrifar Skoðun Sýnum í verki að okkur er ekki sama Anna Sigga Jökuls Ragnheiðardóttir skrifar Skoðun Snorri Másson er ekki vandinn – hann er viðvörun Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Drúsar og hörmungarnar í Suwayda Armando Garcia skrifar Skoðun Hjarta samfélagsins í Þorlákshöfn slær við höfnina Grétar Ingi Erlendsson skrifar Skoðun Marserum fyrir jafnrétti í íþróttum Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflugt atvinnulíf í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Persónudýrkun vinstrisins Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavík - barnvæn höfuðborg? Einar Þorsteinsson,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Magnús og hálfsannleikurinn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala fyrir börnin á Gaza Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun 90 milljarða vannýtt útflutningstækifæri Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Tvær sögur Egill Þ. Einarsson skrifar Skoðun Stærsta kjarabót öryrkja í áratugi Ingjibjörg Isaksen skrifar Skoðun Að bjarga þjóð Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Háskóli Íslands. Opinn og alþjóðlegur? Styrmir Hallsson,Abdullah Arif skrifar Skoðun Nýtt örorkulífeyriskerfi Inga Sæland skrifar Skoðun Það er heldur betur vitlaust gefið á Íslandi Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Að bera harm sinn í hljóði Gunnhildur Ólafsdóttir skrifar Skoðun Velferð sem virkar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Gleðileg ný fiskveiðiáramót …von eða ótti? Arnar Laxdal skrifar Skoðun „Hristir í stoðum“ RÚV? Hermann Stefánsson skrifar Sjá meira
Samfélag sem kennir sig við velferð hefur ríkar skyldur. Ein þeirra er að láta sig hag eldri borgara varða. Allnokkuð skortir á það og dapurlegt dæmi um slíkt opinberaðist í frétt sem birtist hér í Fréttablaðinu undir lok síðustu viku með hinni sláandi fyrirsögn: Þeir elstu bæði einmana og vannærðir. Í stuttu máli fjallaði fréttin um niðurstöður rannsóknar Berglindar Soffíu Blöndal á næringarástandi aldraðra eftir útskrift af öldrunardeild Landspítalans. Í ljós kom að þátttakendur í rannsókn hennar nærðust ekki nægilega og þjáðust auk þess af þunglyndi, depurð og einmanaleika. Allir áttu það sameiginlegt að hafa minna en 200.000 krónur til ráðstöfunar á mánuði, sem varla flokkast undir gott hlutskipti. Hér á landi er staðan sem sagt sú að til er hópur aldraðra sem þjáist bæði af vannæringu og einmanaleika og getur fjárhags síns vegna ekki veitt sér mikið. Í velferðarsamfélagi eins og því íslenska á fólk ekki að þurfa að þjást af vannæringu. Ekki nema velferðarsamfélagið eigi að vera fyrir suma – og varla viljum við það. Komi í ljós að einstaklingur þjáist af vannæringu á það að teljast sjálfsögð og eðlileg skylda að fylgst sé með honum, og tryggt að hann fái nauðsynlega aðstoð og séu gefin góð ráð. Vannæring hefur skelfileg áhrif, ekki bara líkamleg heldur einnig andleg, eins og Berglind Soffía benti á í viðtali í Fréttablaðinu og nefndi hún meðal annars minnisleysi, kvíða og þunglyndi. Í rannsókn hennar kom fram að þegar þátttakendur voru spurður hversu oft þeir væru einmana var svarið gjarnan: „Allan sólarhringinn“. Svar sem hljómar óneitanlega eins og örvæntingaróp. Rétt mataræði lagar margt, en læknar ekki einmanaleika. Einstaklingur sem finnur ekki fyrir umhyggju annarra getur ekki annað en verið einmana. Þá þarf að finna leiðir til að auðvelda honum að komast í kynni við aðra, ekki senda honum þau skilaboð að þar sem hann sé nánast kominn að endastöð í lífinu þá sé bara eðlilegt að hann sé utangarðs. Við einmanaleika og vannæringu bætist síðan bág fjárhagsstaða. Vissulega er það svo að auður er engin trygging fyrir hamingju í lífinu. Um það mætti nefna fjölmörg dapurleg dæmi. Fátækt gerir heldur engan sælan þótt fjölmargir eigi ekki annan kost en að bíta á jaxlinn og búa við hana. Víst er að þátttakendur í þessari könnun Berglindar Soffíu búa ekki við það áhyggjulausa ævikvöld sem góðir og gegnir samfélagsþegnar eiga svo rækilega skilið að njóta. Margt er ógert í velferðarsamfélaginu og vissulega þarf að forgangsraða. Það þarf einmitt að gera á þann hátt að grípa til úrbóta um leið og meinsemdirnar opinberast en ekki láta þær hrúgast upp. Íslendingar, þar á meðal ráðamenn sem geta breytt hlutum, eiga að taka mark á könnunum eins og þessari sem lýsir ástandi sem engin ástæða er til að sætta sig við. Fólk sem á langri starfsævi vann samfélaginu mikið gagn á ekki að þurfa að þola það að samfélagið láti það afskipt, rétt eins og það sé ekki til.
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun
Skoðun Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar
Skoðun Tímamóta umbætur í nýju kerfi almannatrygginga Huld Magnúsdóttir,Sigríður Dóra Magnúsdóttir,Unnur Sverrisdóttir,Vigdís Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Það sem gerist þegar formúlur og fordómar hafa of mikil áhrif Matthildur Björnsdóttir skrifar
Að vera séður og heyrður getur bjargað lífi – Gulur september minnir okkur á að hlúa að hjartanu Kristín Magdalena Ágústsdóttir Skoðun
Menntamorð – um gjöreyðingu menntakerfisins á Gaza sem liður í allsherjar þjóðarmorði Ísrael á Palestínumönnum Kristján Þór Sigurðsson Skoðun