Sport

Níræður heimsmethafi í hjólreiðum sviptur metinu eftir lyfjapróf

Andri Eysteinsson skrifar
Carl Grove er ekki eini hjólreiðamaðurinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Hér eru atvinnuhjólreiðamenn í Tour de France.
Carl Grove er ekki eini hjólreiðamaðurinn sem fallið hefur á lyfjaprófi. Hér eru atvinnuhjólreiðamenn í Tour de France. EPA/ Remko de Waal
Níræður bandarískur hjólreiðakappi, Carl Grove, sem setti heimsmet og bar sigur úr býtum í 90-94 ára flokki í spretthjólreiðum á Bandaríkjamóti öldunga í hjólreiðum á árinu, hefur verið sviptur titlinum eftir að að bannefnið epítrenbólon fannst í þvagi hans. BBC greinir frá.

Grove sem var elsti keppandinn á mótinu kvað efnið hafa borist í líkama hans vegna mengaðs kjöts sem hann borðaði daginn fyrir keppni.

Bandaríska lyfjaeftirlitið svipti Grove titlinum þrátt fyrir að Grove hafi sýnt fram á með sannfærandi hætti að efnið hafi borist til hans úr kjötinu.

Enda hafði hann deginum áður tekið annað lyfjapróf og staðist það með glæsibrag.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×