Á rúmu ári – Verk Vinstri grænna í ríkisstjórn Steinar Harðarson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Fyrsta heila almanaksár ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú að baki. Þá er góð ástæða til að fara yfir verk stjórnarinnar og meta árangurinn. Þegar við Vinstri græn ákváðum í lok 2017 að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mæltist það misjafnlega fyrir, bæði meðal okkar félaga og þó kannski ekki síst meðal annarra flokka sem telja sig talsmenn félagshyggju. Við fáum stundum spurninguna: Hvert er erindi VG? Við, Vinstri græn, vitum vel svarið við því. Náttúruvernd, kvenfrelsi, jafnrétti, öflug samfélagsþjónusta, framsækin menntastefna, sjálfstæð utanríkisstefna, friðarstefna, félagsleg alþjóðahyggja eru helstu áherslur okkar. Það eru ýmsar leiðir færar til að koma stefnumálum á framfæri og í framkvæmd, hafa áhrif á þróun samfélagsins. Það er m.a. hægt með öflugum málflutningi í samfélaginu, með öflugri stjórnarandstöðu á þingi, með þátttöku í ríkisstjórn. Þegar VG fyrir nær 20 árum hóf af alvöru umræðu um umhverfismál var reynt að gera okkur hlægileg, VG var sagður flokkur sérvitringa sem vildi bara tína fjallagrös. Nú er áhersla á náttúruvernd skrifuð í stefnu allra flokka. Svipuð þróun hefur orðið í kvenfrelsismálum, en þar hefur VG jafnan dregið þyngsta hlassið. Þegar við mynduðum núverandi ríkisstjórn höfðu margir miklar væntingar um betra samfélag, meiri jöfnuð. Með þessari ríkisstjórn er að því stefnt. Og hvað hefur áunnist? Nokkur atriði:Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna hækkað úr 25.000 krónum í 100.000. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar.Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkaðar úr 520.000 í 600.000 þann 1. janúar sl.Engin komugjöld verða innheimt af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar 2019. Gjaldtöku fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja hætt.Stofnstyrkir til byggingar félagslegs leiguhúsnæðis hækka um 800 milljónir á þessu ári og eftir það er gert ráð fyrir stofnstyrkjum til bygginga allt að 300 félagslegra leiguíbúða árlega.Aukin fjárframlög til umhverfismála um 35% frá því að ríkisstjórnin tók við í fjárlögum 2018 og fjármálaáætlun 2019-2023.Verulega aukin fjárframlög til reksturs og fjárfestinga í heilbrigðismálum, eða um 11% milli fjárlaga 2017 og 2018 og um önnur 19% á tímabili fjármálaáætlunar.Uppbygging innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði. Í heildina verður 2,1 milljarði varið í hana á næstu þremur árum.Hækkað kolefnisgjald um 50% og boðuð frekari hækkun um 20% á næstu árum.Atvinnuleysisbætur hafa hækkað í 90% af dagvinnutryggingu, úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði.Fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20 í 22%. Stefnt að frekari hækkun.Breyttar úthlutunarreglur LÍN. Flóttafólk hefur nú aðgang að framfærslulánum í fyrsta sinn.Verulega aukið fjármagn til samgöngumála, bæði í fjárlögum yfirstandandi árs og í fjármálaáætlun. Fjárfest verður í uppbyggingu samgönguinnviða fyrir 124 milljarða á tímabili áætlunarinnar.Stórátak boðað í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbúnaður bættur við önnur 240. Þetta er bara hluti mála sem við höfum haft forgöngu um og hefðu tæplega orðið að veruleika ef við sætum ekki í þessari ríkisstjórn. Við eigum forsætisráðherra Íslands, verkstjóra og foringja ríkisstjórnarinnar, stjórnmálamann sem Íslendingar hafa á síðari tímum treyst langbest. Við eigum kraftmikinn heilbrigðisráðherra sem setur hagsmuni þjóðarinnar framar einkahagsmunum í heilbrigðisþjónustu og byggir upp hið opinbera heilbrigðiskerfi af festu og dugnaði. Og við eigum umhverfisráðherra sem lyft hefur umhverfisráðuneytinu á hærra plan og gert það að framsæknu, öflugu ráðuneyti. Það er nauðsynlegt að landsmenn kynni sér þau málefni og þær aðgerðir sem VG hefur áorkað á því rúma ári sem ríkisstjórnin hefur starfað. Við getum svarað ómálefnalegri gagnrýni með skýrum rökum. Við erum stolt af okkar verkum og höldum ótrauð áfram. Gerum enn betur! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Fyrsta heila almanaksár ríkisstjórnar Katrínar Jakobsdóttur er nú að baki. Þá er góð ástæða til að fara yfir verk stjórnarinnar og meta árangurinn. Þegar við Vinstri græn ákváðum í lok 2017 að taka þátt í ríkisstjórn með Sjálfstæðisflokki og Framsóknarflokki mæltist það misjafnlega fyrir, bæði meðal okkar félaga og þó kannski ekki síst meðal annarra flokka sem telja sig talsmenn félagshyggju. Við fáum stundum spurninguna: Hvert er erindi VG? Við, Vinstri græn, vitum vel svarið við því. Náttúruvernd, kvenfrelsi, jafnrétti, öflug samfélagsþjónusta, framsækin menntastefna, sjálfstæð utanríkisstefna, friðarstefna, félagsleg alþjóðahyggja eru helstu áherslur okkar. Það eru ýmsar leiðir færar til að koma stefnumálum á framfæri og í framkvæmd, hafa áhrif á þróun samfélagsins. Það er m.a. hægt með öflugum málflutningi í samfélaginu, með öflugri stjórnarandstöðu á þingi, með þátttöku í ríkisstjórn. Þegar VG fyrir nær 20 árum hóf af alvöru umræðu um umhverfismál var reynt að gera okkur hlægileg, VG var sagður flokkur sérvitringa sem vildi bara tína fjallagrös. Nú er áhersla á náttúruvernd skrifuð í stefnu allra flokka. Svipuð þróun hefur orðið í kvenfrelsismálum, en þar hefur VG jafnan dregið þyngsta hlassið. Þegar við mynduðum núverandi ríkisstjórn höfðu margir miklar væntingar um betra samfélag, meiri jöfnuð. Með þessari ríkisstjórn er að því stefnt. Og hvað hefur áunnist? Nokkur atriði:Frítekjumark ellilífeyrisþega vegna atvinnutekna hækkað úr 25.000 krónum í 100.000. Eitt fyrsta verk stjórnarinnar.Hámarksgreiðslur í fæðingarorlofi hækkaðar úr 520.000 í 600.000 þann 1. janúar sl.Engin komugjöld verða innheimt af öryrkjum og öldruðum í heilsugæslu og hjá heimilislæknum frá 1. janúar 2019. Gjaldtöku fyrir vitjanir lækna til aldraðra og öryrkja hætt.Stofnstyrkir til byggingar félagslegs leiguhúsnæðis hækka um 800 milljónir á þessu ári og eftir það er gert ráð fyrir stofnstyrkjum til bygginga allt að 300 félagslegra leiguíbúða árlega.Aukin fjárframlög til umhverfismála um 35% frá því að ríkisstjórnin tók við í fjárlögum 2018 og fjármálaáætlun 2019-2023.Verulega aukin fjárframlög til reksturs og fjárfestinga í heilbrigðismálum, eða um 11% milli fjárlaga 2017 og 2018 og um önnur 19% á tímabili fjármálaáætlunar.Uppbygging innviða á ferðamannastöðum með áherslu á friðlýst svæði. Í heildina verður 2,1 milljarði varið í hana á næstu þremur árum.Hækkað kolefnisgjald um 50% og boðuð frekari hækkun um 20% á næstu árum.Atvinnuleysisbætur hafa hækkað í 90% af dagvinnutryggingu, úr 227.417 kr. í 270.000 kr. á mánuði.Fjármagnstekjuskattur hækkaður úr 20 í 22%. Stefnt að frekari hækkun.Breyttar úthlutunarreglur LÍN. Flóttafólk hefur nú aðgang að framfærslulánum í fyrsta sinn.Verulega aukið fjármagn til samgöngumála, bæði í fjárlögum yfirstandandi árs og í fjármálaáætlun. Fjárfest verður í uppbyggingu samgönguinnviða fyrir 124 milljarða á tímabili áætlunarinnar.Stórátak boðað í uppbyggingu hjúkrunarrýma. Rýmum verður fjölgað um 550 á næstu árum og aðbúnaður bættur við önnur 240. Þetta er bara hluti mála sem við höfum haft forgöngu um og hefðu tæplega orðið að veruleika ef við sætum ekki í þessari ríkisstjórn. Við eigum forsætisráðherra Íslands, verkstjóra og foringja ríkisstjórnarinnar, stjórnmálamann sem Íslendingar hafa á síðari tímum treyst langbest. Við eigum kraftmikinn heilbrigðisráðherra sem setur hagsmuni þjóðarinnar framar einkahagsmunum í heilbrigðisþjónustu og byggir upp hið opinbera heilbrigðiskerfi af festu og dugnaði. Og við eigum umhverfisráðherra sem lyft hefur umhverfisráðuneytinu á hærra plan og gert það að framsæknu, öflugu ráðuneyti. Það er nauðsynlegt að landsmenn kynni sér þau málefni og þær aðgerðir sem VG hefur áorkað á því rúma ári sem ríkisstjórnin hefur starfað. Við getum svarað ómálefnalegri gagnrýni með skýrum rökum. Við erum stolt af okkar verkum og höldum ótrauð áfram. Gerum enn betur!
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun