Lífgjöf Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 8. janúar 2019 07:00 Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun Ábyrgð og tengslarof Gunnar Dan Wiium Skoðun Hvers vegna læra börnin þín ekki neitt? Svarið gæti verið í speglinum Jónas Sen Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson Skoðun Getur Samfylkingin leitt breytingar í Reykjavík? Jóhannes Óli Sveinsson Skoðun 900 metrar sem geta breytt Grafarvogi Friðjón Friðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Hverju ertu til í að fórna? María Rut Ágústsdóttir skrifar Skoðun Tvær akgreinar í hvora átt frá Rauðavatni að Markarfljóti Arnar Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Leikskóli er grunnþjónusta, ekki lúxus Örn Arnarson skrifar Skoðun Byggjum á því jákvæða! Ólína Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Sundabraut á forsendum Reykvíkinga skrifar Skoðun Endurvekjum Reykjavíkurlistann Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Ég vil Vor til vinstri! Rakel Hildardóttir skrifar Skoðun Styðjum Skúla - í okkar þágu Sindri Freysson skrifar Skoðun Hverfur Gleðigangan? Guðmundur Ingi Þórodsson skrifar Skoðun Samvinna en ekki einangrun Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Afnám jafnlaunavottunar Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Flott hjá læknum! Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar Sjá meira
Í Áramótaskaupinu, þegar sungið var í spurn hvort hommar væru kannski menn, var enn á ný, og vonandi í síðasta skipti, kallað eftir nútímalegri nálgun til blóðgjafa karla sem stunda kynlíf með öðrum körlum (MSM). Það er fyrir löngu orðið tímabært að innleiða nýjar aðferðir og viðhorf í blóðgjöf á Íslandi. Vert er að minna á það að í umfjöllun síðustu daga um blóðgjöf hefur ítrekað verið rætt um blóðgjafir homma. Kynhneigð kemur á engan hátt málinu við. Allir hommar stunda kynlíf með körlum, en ekki allir karlmenn sem stunda kynlíf með körlum eru hommar. Spurningin snýst um vissa áhættuhegðun, ekki kynverund. Síðar í þessum mánuði er von á áliti frá ráðgjafarnefnd um blóðgjafaþjónustu um hvort slaka beri á þeim reglum sem gilda hér á landi um blóðgjafir þessa hóps. Á meðan þessi vinna stóð yfir lýsti sóttvarnalæknir þeirri skoðun að, með teknu tilliti til reynslu og áhættumats annarra þjóða, „þá komi vel til álita að heimila MSM að gefa blóð að undangengnu 6 mánaða kynlífsbindindi“. Í dag er karlmönnum sem stundað hafa kynlíf með öðrum körlum alfarið bannað að gefa blóð. Þessi aðferð, sem vissulega mátti færa rök fyrir á sínum tíma, er fyrst og fremst varúðarráðstöfun sem gripið var til þegar aðstæður voru sannarlega aðrar en þær eru í dag. Í dag, í krafti nútíma greiningartækni og dýpri þekkingar á þeim blóðsjúkdómum (HIV, lifrarbólgu B og C) sem algengari eru í þessum hópi en öðrum, er vel hægt að færa áhersluna frá varúðarráðstöfun og í kerfi sem byggir á áhættustýringu; kerfi sem grundvallað er á nýjustu vísindaþekkingu, umhyggju og skilningi. Þetta er fordæmi sem margar þjóðir hafa sett á síðustu 20 árum með því að útrýma altæku banni við blóðgjöf MSM-hópsins, eða takmarka frestanir á blóðgjöfum og þess í stað innleitt persónubundið áhættumat sem byggir á skimunum. Almennt séð hafa þessar breytingar gefið góða raun. Réttur blóðþegans til að fá örugga blóðgjöf er og verður frumskilyrði blóðgjafakerfisins. Á því verður engin breyting. En hornsteinn þessa kerfis er blóðgjafinn og lífgjöf hans. Og sem slíkir eiga blóðgjafar skilið að tekið sé tillit til ábendinga og áhyggja þeirra. Ósérplægni, eða einfaldlega mannkærleikur, er einstaklingsbundin tilhneiging, en um leið mikið samfélagslegt mótunarafl. Þessa tilhneigingu núverandi og mögulegra blóðgjafa verður að vernda. Hún er, rétt eins og blóðið sem rennur í æðum þeirra, sjaldgæf verðmæti.
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun Orðin innantóm um ársreikning Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Börnin geta ekki beðið lengur. Hættum að ræða og byrjum að framkvæma Róbert Ragnarsson skrifar
Skoðun Tökum skrefið lengra í stuðningi við börn og ungmenni í viðkvæmri stöðu og skimum fyrir vellíðan Magnea Marinósdóttir skrifar
Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir Skoðun