Innlent

Kjötið hverfur af diskum ungra kvenna

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Úr grein markaðsstjóra Gallup í Markaðnum í dag.
Úr grein markaðsstjóra Gallup í Markaðnum í dag. Gallup
Íslendingum sem borða kjöt sjaldnar en einu sinni á ári hefur fjölgað verulega síðastliðinn áratug að því er fram kemur í könnun Gallup á neysluvenjum Íslendinga. Þar segir jafnframt að kjötneysla ungra kvenna hafi tekið hvað mestum stakkaskiptum.

Fjöldi kvenna á aldrinum 18-24 sem ekki borðar nauta- eða lambakjöt hefur fimmfaldast síðastliðinn áratug og enn fleiri eru hættar að borða kjúklinga- og svínakjöt. Er hlutfallið á bilinu 10 til 16 prósent eftir kjötegundum.

Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni allri sem neytir einskis kjöts að því er fram kemur í könnun Gallup, eða um tvö til sex prósent Íslendinga, eftir kjöttegundum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×