Grænkerar – er bylting í vændum? Friðrik Björnsson og Tómas Bjarnason skrifar 28. ágúst 2019 11:23 Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Mest lesið Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ólögleg veðmálastarfsemi á Íslandi Hákon Skúlason skrifar Skoðun Bætum fleiri stólum við borðið Ingibjörg Lilja Þórmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Pyrrosar sigur Helgi Tómasson skrifar Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Mér var sagt að þegja á meðan fréttatíminn var Haukur Brynjarsson skrifar Skoðun Allt fyrir Brussel og Nató, hitt reddast einhvern veginn Davíð Bergmann skrifar Skoðun Forljót grá hús Hjalti Andrason skrifar Skoðun Líf eftir afplánun Eva Sóley Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Fáni okkar allra Hörður Lárusson skrifar Skoðun Séríslensk hávaxtastefna Sigurjón Þórðarson skrifar Sjá meira
Vegan, vegetarian, græn metisæta og græn kerar (íslenska hugtakið yfir vegan) eru hugtök sem heyrast æ oftar, en öll lýsa þau mataræði sem byggist á því að hætta neyslu kjöts. Í vegan mataræði er sneitt algerlega hjá dýraafurðum, á meðan grænmetisætur kunna að borða mjólkurvörur, egg og aðrar dýraafurðir, þó að þær neyti ekki kjöts eða fisks. Þá er „pescatarians“ heiti yfir þá sem borða ýmiskonar sjávar fang, þó að þeir neyti ekki kjöts. Ástæður þess að fólk velur að sneiða hjá dýraafurðum eru eftirfarandi: Dýraverndunarsjónarmið Umhverfissjónarmið Heilsufarsástæður Trúarástæður Aðrar persónulegar ástæður Hlutfall mannfjölda sem telst grænmetisætur og grænkerar er enn sem komið er lágt í flestum löndum. Þó er umtalsverður hluti Indverja grænmetisætur eða tæplega þriðjungur. Samkvæmt tölum Gallup í Bandaríkjunum segjast tæplega einn af hverjum tíu vera grænmetisætur; 5-6% telja sig grænmetisætur og til viðbótar eru um 2-3% sem telja sig grænkera (vegan), en þetta hlutfall hefur lítið breyst frá 2012. Framleiðsla og kaup fólks á grænkeramatvöru hafa þó aukist mikið í nágrannalöndunum. Sem dæmi má nefna að Max hamborgarakeðjan í Svíþjóð hefur tífaldað sölu á grænmetisborgurum á 10 árum og bandaríska fyrirtækið „Beyond Meat“ hefur notið gríðarlegrar velgengni allt frá því að það var stofnað árið 2009. Fyrirtækið framleiðir borgara, pylsur og fleira með hráefni úr jurtaríkinu. Þá bárust jákvæðar fréttir af gengi bresku bakarískeðjunnar Greggs, ekki síst vegna nýrrar vöru sem hún kynnti í upphafi árs: Vegan-útgáfu af pylsuhorninu svokallaða, einum af vinsælli réttum bakarísins.Hefur neysla kjötvara breyst á Íslandi? Neyslukönnun Gallup sýnir að þrátt fyrir að hlutfall hánotenda (þeirra sem borða kjöt vikulega eða oftar) hafi að mestu staðið í stað hefur lágnotendum (þeim sem borða kjöt aldrei eða sjaldnar en einu sinni á ári) fjölgað verulega. Til að mynda var hlutfall þeirra sem aldrei borða svínakjöt 3,8% að meðaltali á árunum 2007-2009 en hækkaði í 6,3% að meðaltali árin 2016-2018. Þrátt fyrir stækkandi hóp þeirra sem aldrei neyta áðurnefndra kjötvara hefur neysla og fram leiðsla á sumum dýraafurðum eins og mjólk og eggjum verið að aukast. Framleiðsla á mjólk hefur aukist um 26% og framleiðsla á eggjum um 65% síðan 2008. Neyslukönnun Gallup sýnir svipaða mynd og stóraukna neyslu Íslendinga á eggjum. Fleiri áhugaverðar breytingar hafa orðið á matarvenjum Íslendinga. Til að mynda hefur hlutfall þeirra sem borða brauð fimm sinnum í viku eða oftar lækkað úr 67% á árinu 2008 í 38% árið 2018 og hlutfall þeirra sem nota majones vikulega eða oftar hefur hækkað úr 12% í 23%. Breytt neysla á þessum afurðum gæti tengst ýmsum vinsælum kúrum og matarvenjum sem hvetja til neyslu á prótein- og fituríku mataræði í stað kolvetna, sem getur til viðbótar hvatt til aukinnar neyslu á kjöti og fiski, en einnig á smjöri og kolvetnasnauðu grænmeti eins og blómkáli. Könnun sem Gallup framkvæmdi á vormánuðum 2019 studdi þetta og þar kom í ljós að ríflega 7% Íslendinga fylgdu ketó- eða lágkolvetnafæði. Breytingar á neyslu Íslendinga á kjötvörum hafa verið mjög ólíkar eftir lýðfræðihópum. Neysla ungra kvenna (18-24 ára) hefur tekið hvað mestum stakkaskiptum á undanförnum árum. Hlutfall ungra kvenna sem aldrei borða kjöt hefur margfaldast frá árinu 2007 og mestu breytingarnar hafa orðið á síðustu tveimur árum. Að meðaltali sögðust rúm 5% kvenna aldrei borða svínakjöt á árunum 2007-2009 en þetta hlutfall nær þrefaldaðist á árunum 20162018. Mun stærri breytingar urðu þó á neyslu ungra kvenna á nautakjöti og lambakjöti þar sem hlutfall þeirra sem aldrei borða nautakjöt og lambakjöt 4- til 5-faldaðist ef borin eru saman meðaltöl áranna 2007-2009 og 2016-2018. Enn fleiri sögðust vera hætt að borða kjúkling þegar borin eru saman sömu tímabil.Enn sem komið er er það þó aðeins lítið hlutfall af þjóðinni sem neytir einskis kjöts. Í könnun Gallup á vormánuðum ársins 2019, þar sem spurt var hvort fólk væri á sérstöku mataræði eða kúr, kemur fram að tæplega 3% landsmanna skilgreindu mataræði sitt sem grænmetisfæði og til viðbótar skilgreindi 1% mataræði sitt sem vegan. Þessar tölur benda til áframhaldandi hækkunar á hlutfalli þeirra sem velja grænmetisfæði og hafa hætt að borða kjöt. Ljóst er að neysluvenjur fólks hafa tekið miklum stakkaskiptum á liðnum árum, bæði hér á landi og erlendis. Grænmetisfæði virðist höfða sérlega vel til ungra kvenna. Miðað við hratt hækkandi hlutfall þeirra sem neyta ekki kjötvara hér á landi og vaxandi áhuga á umhverfismálum finnast fáar vísbendingar um annað en áframhaldandi vöxt grænmetisfæðis og verður til framtíðar áhugavert að sjá hvort mögulegur vöxtur verði fyrst og fremst innan núverandi markhóps eða hvort neysluhópurinn muni breikka, þannig að grænmetisfæði verði algengara meðal karla og þeirra sem tilheyra eldri kynslóðum. Spurningin er hvort grænkerabylting sé í vændum?Tómas Bjarnason er sviðsstjóri mannauðsrannsókna og ráðgjafar hjá Gallup. Friðrik Björnsson er viðskiptastjóri hjá markaðsrannsóknum Gallup.
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Skoðun Er kominn tími til að loka álverinu á Grundartanga og kísilverinu á Húsavík – fyrir framtíð íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Hvers virði er starfsleyfið okkar? Eva Hauksdóttir,Katrín Sigurðardóttir,Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Ákall til stjórnvalda - Ekki skattleggja útivist og áhugamál enn frekar Arnar Þór Hafsteinsson skrifar
Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun