Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2019 10:00 Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Skuldin við úthverfin Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Skoðun Málgögn og gervigreind Steinþór Steingrímsson,Einar Freyr Sigurðsson,Helga Hilmisdóttir skrifar
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun