Höfnum ekki sársaukanum Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 15. maí 2019 07:00 Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jóna Hrönn Bolladóttir Skoðun Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Nú hefur Alþingi samþykkt frumvarp um þungunarrof að undangenginni dæmigerðri íslenskri þjóðfélagsumræðu. Andstæðum hefur verið stillt upp með femínista og sérfræðinga á sviði heilbrigðismála á öðrum væng en Ingu Sæland, Agnesi biskup og trúað fólk á hinum. Samhliða hefur þess verið gætt að halda framlagi ÖBÍ og Siðfræðistofnunar HÍ utan við opinbera umræðu. Á meðan Siðfræðistofnun lagði til að jöfnum höndum yrði horft á þrjá þætti; sjálfsákvörðunarrétt kvenna, siðferðilega stöðu fósturs í móðurkviði og viðhorf til fötlunar, hefur umræðan hverfst um fyrsta atriðið. Ég held að öll þjóðin geti tekið undir þá afstöðu Siðfræðistofnunar að þungunarrof sé sársaukamál sem þurfi vandaða og opna umræðu. Enn fremur segir þar: „Ferlið sem fylgir síðkomnu þungunarrofi er erfitt líkamlega og andlega og því fylgir mikil sorg. Þegar staðið er andspænis þessum valkostum leggur fólk mat á upplýsingar um fóstrið og notar þær til að spá fyrir um lífsgæði verðandi barns, foreldra og fjölskyldu. Sú túlkun er ekki einungis læknisfræðileg.“ Umliðna áratugi hefur sjötta hverju fóstri verið eytt hér á landi. Það er sorgarefni allrar þjóðarinnar sem ekki verður leyst með neinni löggjöf. Við þurfum að lyfta upp sjálfsákvörðunarrétti kvenna og hafna allri skömmun. En jafnframt verðum við að horfast í augu við hið háa flækju- og sársaukastig þessara mála. Stundum standa mæður og feður frammi fyrir afarkostum og treysta sér ekki til að taka við ófæddum börnum. Ég votta öllum sem fundið hafa sig knúin til að stíga það skref samúð mína. Við berum öll ábyrgð á að bæta kjör barna, auka valkosti fólks og gefa verðandi foreldrum skýr skilaboð um samstöðu.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar