Enski boltinn

Sjáðu hvaða leikmenn Liverpool gerðu eftir síðasta leikinn á Anfield

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Alisson Becker leikur sér við dóttur sína eftir leikinn á Anfield. Hún heitir Helena og er fædd árið 2017.
Alisson Becker leikur sér við dóttur sína eftir leikinn á Anfield. Hún heitir Helena og er fædd árið 2017. Getty/Catherine Ivill
Liverpool tókst ekki að tryggja sér langþráðan Englandsmeistaratitil um helgina en stemmning á Anfield var engu að síður mögnuð í síðasta heimaleiknum á þessi mjög svo eftirminnilega tímabili.Liverpool hefur nú sett saman myndband frá lokaleiknum á móti Wolves á sunnudaginn var en Liverpool gerði þar sitt og vann 2-0 sigur. Vandamálið var bara að Manchester City vann sinn leik á sama tíma og tryggði sér titilinn annað árið í röð.Inside Anfield sýnir leikinn á móti Úlfunum frá nýjum sjónarhornum og í því nýjasta má vel greina þessa ótrúlegu stemmningu sem var í kringum Anfield á þessum sólardegi í Liverpool.Í myndbandinu má líka sjá senurnar eftir leikinn þegar leikmenn Liverpool þökkuðu fyrir stuðningsmönnunum fyrir stuðninginn á tímabilinu.Nokkrir leikmanna liðsins fengu líka afhent verðlaun við mikinn fögnuð viðstaddra.Það má síðan sjá í myndbandinu hvað leikmennirnir gerðu eftir síðasta leikinn á Anfield en þeir komu þá inn á völlinn með börnum sínum og mökum.Dagurinn endaði síðan á því að Trent Alexander-Arnold og vinir hans léku sér saman í fótbolta á Anfield grasinu.Stuðningsmennirnir sungu nær allan tímann eins og sjá má í myndbandinu hér fyrir neðan.

Tengd skjöl
Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.