Kynntu Viggó til leiks með fimmtán ára gamalli mynd af honum og Kretzschmar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. apríl 2019 23:00 Stefan Kretzschmar vann titla með Alfreð Gíslasyni og Ólafi Stefánssyni hjá SC Magdeburg. Þar á meðal Meistaradeildina en hér fagna þeir þrír þeim titli. Getty/Sebastian Schupfner Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó. Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson er á leiðinni í þýsku úrvalsdeildinni eins og Vísir sagði frá í dag. Viggó var kynntur á heimasíðu Leipzig í dag. Viggó gerði eins árs samning með möguleika á einu ári til viðbótar. Viggó hefur þegar skorað 146 mörk á tímabilinu með West Wien, 99 í deildarkeppninni og 47 í úrslitakeppninni. Hann er einn af markahæstu mönnunum í austurrísku deildinni. Leipzig kynnti íslenska leikmanninn til leiks með því að birta fimmtán ára gamla mynd af honum og þýskri handboltagoðsögn. „Þess vegna spila ég alltaf í treyju númer 73,“ segir Viggó þegar hann hann var spurður út í myndina af honum og Stefan Kretzschmar frá árinu 2004. Stefan Kretzschmar skoraði 821 mark í 218 landsleikjum fyrir Þýskaland á sínum tíma en hann er einmitt frá Leipzig. Fréttin á heimasíðu Leipzig með myndinni af Viggó og Stefan Kretzschmar frá 2004.Skjámynd/Heimasíða LeipzigMeð fréttinni um félagsskiptinn þá mátti líka lesa stutt viðtal við Seltirninginn. „Það hefur alltaf verið markmið hjá mér að spila í Bundesligunni. Ég hef verið að spila í Austurríki undanfarin tvö ár og nú er rétti tíminn til að taka næsta skrefið á mínum ferli. Þegar ég frétti af áhuga SC DHfK Leipzig þá fór ég til Leipzig til að kynna mér klúbbinn betur. Eftir jákvæðar viðræður við Karsten Günther og André Haber þá var þetta mjög auðveld ákvörðun fyrir mig,“ sagði Viggó í viðtali á heimasíðu Leipzig. „Ég kynntist liðinu þegar ég kom til Leipzig og hef líka horft á síðustu leiki liðsins. Leipzig er með mjög gott lið og það eru mikil gæði í leikmannahópnum. Þetta er líka metnaðarfullt félag sem vill berjast fyrir Evrópusæti. Ég vil sýna mína hæfileika í Leipzig og hjálpa félaginu að ná þessum metnaðarfullu markmiðum. Ég von að ég og Franz Semper myndum gott tvíeyki á hægri vængnum á næsta tímabili. Við höfum ólíka styrkleika og getum báðir hjálpað liðinu,“ sagði Viggó.
Handbolti Tengdar fréttir Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00 Mest lesið Óttast að besti leikmaður Liverpool verði frá Enski boltinn Snýr aftur á æfingar eftir 100 daga í burtu Fótbolti Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Handbolti Gat ekki komið í veg fyrir að City færi áfram Enski boltinn Spilar áfram með Messi í Miami Fótbolti Víkingur í úrslit Bose-bikarsins eftir sigur Íslenski boltinn „Ef við hefðum ekki verið að setja þessi skot þá hefðum við skíttapað“ Körfubolti Ungstirnið skallaði meistarana áfram Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Spilaði 13 mínútur en var stigahæstur Körfubolti Fleiri fréttir Sagður utan hóps fyrir Bjarka og Orra Geggjaðar Eyjakonur á toppinn Þorsteinn Leó að ná sér „langt á undan áætlun“ Birtu tölvupóst þar sem efast er um heilsu forseta IHF Valdi ekki eigin leikmann í landsliðið Halda Orra og Sporting engin bönd Viktor Gísli stóð vaktina er fullkomið gengi Börsunga hélt áfram Snorri kynnir EM-fara í vikunni Mega handvelja lið utan Evrópu inn í Meistaradeildina EM ekki í hættu Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít „Fannst við bara lélegir í kvöld“ Botnliðið hrellti Aftureldingu og KA lék sér að eldinum Flott endurkoma FH og Valur vann í 83 marka leik Elliði framlengir dvölina í Gummersbach Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Tíu mörk frá Hauki ekki nóg Reistad valin best og Katrine Lunde besti markvörðurinn Ómar Ingi fiskaði vítið sem gaf sigurmarkið í Íslendingaslag Katrine Lunde fékk draumaendinn sinn og þær norsku urðu heimsmeistarar Einar Bragi fór mikinn í mikilvægum sigri Afhentu Akureyringum fimmta tapið í röð Donni markahæstur í dramatískum sigri Frakkar fengu bronsið eftir spennutrylli Eyjakonur gerðu sér góða ferð upp á land Segir Norðmönnum að setja hana í karlalandsliðið sitt Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Sjá meira
Bæjarstjórasonurinn á leiðinni í þýska boltann Íslenski handboltamaðurinn Viggó Kristjánsson mun spila í Leipzig á næsta tímabili. 1. apríl 2019 14:00