Horfin tíð á Hornströndum Þorvaldur Gylfason skrifar 8. ágúst 2019 08:45 Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“ Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hornstrandir Þorvaldur Gylfason Mest lesið Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson Skoðun Það eru allir að greinast með þetta POTS – hvað er það? Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Rangfærslur ESB-sinna leiðréttar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Eineltið endaði með örkumlun Davíð Bergmann skrifar Skoðun Akademísk kurteisi á tímum þjóðarmorðs Finnur Ulf Dellsén skrifar Skoðun Við megum ekki tapa leiknum utan vallar Eysteinn Pétur Lárusson skrifar Skoðun Börnin heyra bara sprengjugnýinn Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Gagnslausa fólkið Þröstur Friðfinnsson skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Allt mun fara vel Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Normið á ekki síðasta orðið Katrín Íris Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ég er eins og ég er, hvernig á ég að vera eitthvað annað? Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Við lifum á tíma fasisma Una Margrét Jónsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hinir miklu lýðræðissinnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Kolefnishlutleysi eftir 15 ár? Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Sjá meira
Hesteyri – Margrét Magnúsdóttur á Sæbóli í Aðalvík sendi Vilmundi Jónssyni landlækni, afa mínum, bréf 1945 og segir þar:Í sárri neyð „Ég sný mér nú til yðar í sárri neyð okkar hér sem á þessum hala landsins búum og bið yður í nafni guðs að senda okkur lækni þó ekki væri nema yfir vetrarmánuðina því þeir eru okkur erfiðastir, bæði hvað tíðarfar og allar samgöngur varðar. Við getum ekki alltaf sótt hjálp til Ísafjarðar þó líf liggi við og þó að við kvörtum og þurfum á hjálp að halda. Það er ekki alltaf hægt að sinna okkur hér sökum veðurfars og annarra aðstæðna. Hér sem annars staðar hefur verið mikið um vesöld í haust. Ég á dreng 12 ára og telpu 10 ára sem bæði hafa verið mikið veik. Fyrst fengu þau einhvers konar taugatruflun eða hjartveiki og voru lengi lasin af því og hafa ekki náð sér enn. Síðar fengu þau uppköst og vellu í hálsinn, verk í höfði sem lagði ofan í hálsinn aftan. Ég veit ekki hvað þetta hefur verið, en fleiri tilfelli hafa komið hér af þessu tagi. Og einn ungur drengur varð hálfmáttlaus í handlegg og var lasleiki hans svipaður og í mínum börnum að öðru leyti en því að þau urðu ekki máttlaus. Við vorum hálfhrædd við þetta og báðum Baldur Johnsen á Ísafirði að koma og athuga þetta, en sökum annríkis gat hann ekki sinnt því, hefur meira en nóg að gera maðurinn sá. Það er ekki alltaf hægt að rjúka með mikið veikt fólk til Ísafjarðar, t.d. konur sem ekki er hægt að hreyfa fyrir blóðlátum. Þetta hefur komið fyrir hér og ekki fyrir löngu síðan. Drengur sem ég á 15 ára gamall sem var við vinnu uppi á fjalli nú um tíma kom heim í dag töluvert meiddur á fæti. Hvern á að sækja til að athuga meiðsli? Mér finnst hann óbrotinn en finn vanmátt minn til að athuga þetta fyllilega þó drengurinn treysti mér fyllilega. Ekki er til neins að síma um svona hluti. Við höfum aðeins einn lækni og það er guð en það er ekki alltaf nóg. Já og nei. Það deyr svo margur að enginn hjálpar. Gætuð þér nú ekki haft einhver áhrif í þá átt að útvega okkur góðan lækni er fengist til að vera hér í vetur þó ekki væri til lengri tíma. Þetta er óbærilegt eins og það hefur verið og er nú.“ Átthagaást „Þér getið sagt sem svo: Það er enginn að biðja fólk að vera þarna þar sem enginn menntaður maður vill vera eða getur þrifist. En það er nú svo. Það hafa ekki allir ástæður né löngun til að rífa sig upp með rótum þaðan sem þeir einu sinni eru búnir að hreiðra um sig bara til að elta fjöldann og læknana. Það getur annað afl verið sterkara sem við köllum átthagaást, en hún getur líka e.t.v. stundum verið of dýru verði keypt, þessi tryggð við það sem við köllum heima og þá lífsvenju að vera okkar eigin húsbændur og sækja ekki vinnu til annarra. Jæja Vilmundur. Þá fer ég að hætta þessum bréfaskriftum. Þetta er orðið lengra en ég hafði hugsað mér í fyrstu. Víkin mín er nú að klæðast haustfötunum og sjórinn er farinn að hækka raustina og sendir freyðandi hvítar öldur upp að grundinni sem húsið okkar stendur á. Þar sat einu sinni lítill drengur og lék sér með ofurlítinn seppa er ég átti. Þá var sól og sumar, ég var að vinna í garðholunni minni og virti unga manninn fyrir mér þar sem hann horfði út á spegilsléttan sjóinn og hversu mjúklega hann lét sér að hundinum mínum. Skyldi honum þykja eins gaman að sjá sjóinn þegar hann er sem reiðastur og víkin öll eitt brot svo að löðrið teygir sig upp á græna, slétta blettinn sem hann hvíldi á þá? Þennan dreng áttuð þér. Þér voruð þá hér á ferð og hann var með yður. Guð blessi hann og yður. Ég hef enga afsökun fyrir þessu masi mínu, get tæplega búist við að þér lesið það til enda, bið velvirðingar á því sem er ábótavant. Ég vona að þér gerið allt sem þér getið til að útvega okkur lækni. Með vinsemd og einlægri virðingu. Margrét Magnúsdóttir, Sæbóli, Aðalvík.“
Skoðun Tjáningarfrelsi Laufey Brá Jónsdóttir,Sigríður Kristín Helgadóttir,Þorvaldur Víðisson skrifar
Skoðun Örvæntingarfullir bíleigendur í frumskógi bílastæðagjalda Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar