Essin þrjú: Shakira, Samherji og spilling Friðrik Agni Árnason skrifar 16. nóvember 2019 09:00 Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Friðrik Agni Árnason Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason Skoðun Skoðun Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun „Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins“ Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Sjá meira
Í miðri Samherja umfjöllun, enn eitt stórmálið sem virðist byggja á siðblindu og spillingu fólks á þessu annars ágæta móðurlandi var ég staddur á bíótónleikum með kólumbíska söng/dans/velferðarsinnanum Shakiru. Ég gleymdi stað og stund. Æskuárin í herberginu mínu á Boðagranda blossuðu upp í kollinn, ég að syngja spænskan texta, sem fylgdi með Þvottaþjónustu disk hennar Shakiru (e. Laundry Service) árið 2001, fjölskyldu minni til mikillar skemmtunar. 14 ára strákur í mútum að syngja á tungumáli sem hann talar ekki, við lög sem sungin eru af söngkonu með afar sérstakan söngstíl. Guð blessi þau foreldra mína og systkini. Þetta voru samt ég og Shakira saman að þroskast og tjá texta um ástir, biturleika og framtíðina. Þarna var ég aftur staddur í huganum í Bíó Paradís og rifjaði upp æskudrauma. Á bakvið tjöldin á tónleikunum var ýmislegt sýnt og sagt. Eitt sagði Shakira í tengslum við Barefoot Foundation sem hún kom á laggirnar sem sló mig og henti mér aftur í íslenskan veruleika. Hún segir eitthvað á þennan veg: Við mannfólkið erum öll á sömu vegferð að berjast fyrir lífsviðurværi hér á jörðinni. Ef þeir sem eiga, gefa ekki til baka hver er þá tilgangurinn með okkur? Þeir sem eiga mikið verða að gefa mikið. Við að heyra þessi orð Shakiru fór hugur minn til baka til Íslands í dag. Ég var nýbúinn að lesa mér til um allt það sem hin svokölluðu Samherjaskjöl fjölluðu um. Þetta stóð upp úr í kollinum á mér: Mútur, lögbrot, græðgi, fjársvik og í raun svipting velferðar heillar þjóðar og þeirra „lífsglöðu letingja” sem þar búa, eins og einn Samherjamanna komst að orði. Hér var heimsfræg kona að tala um hve tilgangslaust það sé að eiga mikið án þess að gefa það til baka á einhvern hátt. Á meðan voru ríkir karlmenn á Íslandi að klekkja á heilli þjóð til að komast yfir auðlindir þegna hennar og græða á tá og fingri. Deila auðvitað aðeins á milli sín hagnaðinum. Þannig að þeir sem mikið eiga fái nú pottþétt meira. Tilgangurinn? Ég get ekki séð hann. Af hverju var þessi „viðskipta”leið valin? Ég myndi gjarnan vilja skilja það því ég held að enginn einstaklingur með hreina samvisku geri það. ,,Spilling er landlæg í þróunarlöndunum, sem er oftast helsta orsök fátæktar þar.” Þetta er ein athugasemd sem meðlimur Sjálfstæðisflokksins kemur fram með. Gott og vel, mögulega er eitthvað til í því. En þýðir það þá að íslenskt/alþjóðlegt fyrirtæki eigi að taka þátt í svo spilltu kerfi í viðskiptum sínum í þessum löndum? Og segja svo bara: Já svona virkar þetta bara í „hinum þriðja heimi”. Af hverju vilja þeir ofurríku alltaf meira? Hvað er fólk að gera við allan þennan auð á meðan aðrir þjóðfélagsþegnar glíma við lífið almennt og heilbrigðiskerfið okkar er ennþá bogið? Ég er hvorki mikill stjórnmálamaður né viðskiptamaður og skil eflaust ekki margt sem spilar inn í hvernig alþjóðlegum viðskiptasamningum er háttað. Ef leikreglurnar eru hins vegar svona ósvífnar í þeim geira og stuðla jafnvel gegn velferð fólks þá segi ég allavega pass í bili. Ég vil þá heldur búa í bíósal Bíó Paradís með Shakiru og hugmyndum um að skapa, gefa og þiggja og koma aftur út þegar eitthvað jafnvægi hefur myndast í samfélaginu - og nei ég mun ekki halda í mér andanum þangað til það gerist.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun