Yfirburðir hjá Khabib á UFC 242 Pétur Marinó Jónsson skrifar 7. september 2019 22:04 Miklir yfirburðir hjá Khabib í kvöld. Vísir/Getty UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér. MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
UFC 242 fór fram í Abu Dhabi fyrr í kvöld. Khabib Nurmagomedov mætti Dustin Poirier í aðalbardaga kvöldsins og hafði Khabib mikla yfirburði í bardaganum. Það var heitt í höllinni í Abu Dhabi í kvöld. Loftræstingin virkaði ekki sem skyldi en var þó betri þegar kom að aðalbardaga kvöldsins og hitinn ekki eins óbærilegur fyrir keppendur og áhorfendur. Khabib Nurmagomedov gerði nákvæmlega það sama og hann hefur gert við alla andstæðinga sína hingað til. Hann tók Dustin Poirier niður í hverri lotu og lét höggin dynja á honum. Poirier varðist vel og komst aftur á fætur oft á tíðum en það dugði skammt. Í 2. lotu tókst Poirier aðeins að vanka Khabib og var það besta augnablik Poirier í bardaganum. Khabib náði áttum, náði bardaganum aftur í gólfið og vann þá lotu. Áður en þriðja lota hófst sagði Poirier við hornið sitt að hann gæti hreinlega ekki losað Khabib af sér. Vandamál sem margir fyrrum andstæðingar Khabib kannast eflaust við. Khabib reyndi aftur fellu í 3. lotu en Poirier reyndi „guillotine“ hengingu. Tilraunin var ekki slæm hjá Poirier en Khabib varðist hengingunni vel. Khabib losaði sig úr hengingunni, komst í yfirburðarstöðu og kláraði Poirier með „rear naked choke“. Khabib er nú 28-0 í MMA og hefur unnið alla 12 bardaga sína í UFC. Þetta var hans önnur titilvörn og spurning hvort einhver geti stöðvað hann. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mættust þeir Paul Felder og Edson Barboza. Bardaginn var jafn og spennandi þar sem báðir áttu sín augnablik. Bardaginn fór allar þrjár loturnar og sigraði Felder eftir klofna dómaraákvörðun. Dómararnir voru ekki sammála hvor öðrum og gaf einn dómari Felder allar loturnar á meðan annar dómari gaf Barboza allar loturnar. Öll úrslit kvöldsins má sjá á vef MMA Frétta hér.
MMA Tengdar fréttir Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30 Mest lesið Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Körfubolti Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Handbolti Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Íslenski boltinn Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Enski boltinn Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið Handbolti Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Fótbolti „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ Íslenski boltinn „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ Íslenski boltinn „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Körfubolti Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Fótbolti Fleiri fréttir Matic reyndist sannspár með söluna á McTominay Í beinni: Þór/KA - Stjarnan | Hörkuleikur í Boganum Tugir þúsunda fögnuðu á götum Napoli Forest bannaði Neville að mæta á völlinn Vann meistarana í gær og valin í landsliðið í dag Bætti á sig átta kílóum, vann tvöfalt og er á leið út Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 Sjáðu neglur Arons og ótrúlegt skallamark þess sænska Vildi ekki skipta um lið bara til þess eins að skipta um lið „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Spennt fyrir úrslitaleiknum og glöð að bikarinn er kominn í leitirnar Dagskráin í dag: Íslenskur fótbolti, úrslitakeppni NBA, Formúla 1 og margt fleira Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ „Í dag unnum við þetta eins og fjölskylda“ „Skil ekki af hverju við erum alltaf að koma fólki á óvart“ „Við þurfum hjálp frá Guði“ „Við erum með gríðarlega sterka liðsheild“ McTominay og Lukaku tryggðu Napoli titilinn „Er til eitthvað sem heitir sjöundi gír?“ „Ertu galinn? Þetta var frábær fótboltaleikur“ Mikið áfall fyrir ÍBV: Sowe með slitið krossband og Oliver frá næstu vikurnar Uppgjörið: KR - Fram 2-3 | Byström sökkti KR-ingum sem hafa tapað þremur í röð Uppgjörið: Haukar - Valur 22-29 (0-2) | Skellt í lás í seinni Gæti hætt við að fara til Man Utd eftir tapið gegn Tottenham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-1 | Fyrsta tap meistaranna kom í Krikanum Uppgjörið: Valur - Víkingur 1-1 | Jafntefli sem gerir lítið fyrir bæði lið Uppgjörið: Fram - Tindastóll 1-0 | Murielle tryggði sigurinn í blálokin Þriggja leikja banns Stefáns gagnrýnt: „Aldrei reynt að meiða neinn“ Skandall skekur sigursælasta liðið fyrir stærsta kappakstur ársins Klopp snýr aftur á Anfield Sjá meira
Fer mulningsvélin Khabib aftur í gang í Abu Dhabi? UFC 242 fer fram í dag í Abu Dhabi. Léttvigtarmeistarinn Khabib Nurmagomedov snýr þá aftur eftir níu mánaða keppnisbann. 7. september 2019 09:30