Harden óstöðvandi í jólamánuðinum Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 2. janúar 2019 07:00 James Harden hefur skorað 40 stig eða meira í síðustu fjórum leikjum Houston Rockets. Vísir/Getty Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Það eru engin gífuryrði að segja að James Harden, leikmaður Houston Rockets í NBA-deildinni í körfubolta, hafi farið mikinn í desember. Raunar héldu manninum með skeggið engin bönd. Í síðasta leik Houston á árinu 2018, 113-101 sigri á Memphis Grizzlies var Harden með þrefalda tvennu; skoraði 43 stig, tók tíu fráköst og gaf 13 stoðsendingar. Hann hitti aðeins úr átta skotum utan af velli og tapaði boltanum níu sinnum en skoraði 21 stig af vítalínunni. Þetta var fjórði leikurinn í röð þar sem Harden skorar 40 stig eða meira. Hann er fyrsti leikmaðurinn í sögu Houston sem skorar 40 stig eða meira í fjórum leikjum í röð. „Ég veit ekki hvernig er hægt að spila betur en hann er að gera,“ sagði Mike D’Antoni, þjálfari Houston, um Harden eftir sigurinn á Memphis. „Hann stelur boltum og nær þreföldum tvennum eins og að drekka vatn. Frammistaða hans er á allt öðru plani en hjá öðrum.“ Harden lék 15 leiki í desember. Í þeim skoraði hann 36,4 stig að meðaltali, tók 5,9 fráköst og gaf 7,9 stoðsendingar. Í síðustu tíu leikjum Houston á árinu 2018 skoraði Harden 40,8 stig að meðaltali, tók 6,8 fráköst og gaf 8,9 stoðsendingar. Samkvæmt tölfræðingum vestanhafs er Harden þriðji leikmaðurinn í NBA á síðustu 30 árum sem skorar a.m.k. 400 stig yfir tíu leikja tímabil. Hinir eru Michael Jordan og Kobe Bryant. Í síðustu átta leikjum Houston hefur Harden skorað a.m.k. 35 stig og gefið fimm stoðsendingar. Með því sló hann met sem var í eigu Oscars Robertson. Á ýmsu hefur gengið hjá Houston á þessu tímabili. Í fyrra var liðið með besta árangurinn í NBA; vann 65 leiki og setti í leiðinni félagsmet. Houston komst í úrslit Vesturdeildarinnar þar sem liðið tapaði fyrir Golden State Warriors í oddaleik. Harden lék stórvel í fyrra og var valinn verðmætasti leikmaður deildarinnar (MVP). Nokkrar breytingar urðu á leikmannahópi Houston í sumar og liðið fór illa af stað. Fimm af fyrstu sex leikjunum töpuðust og í byrjun desember var Houston með ellefu sigra og 14 töp og við botninn í Vesturdeildinni. En þá fór Harden á flug og gengi Houston tók stakkaskiptum. Liðið hefur unnið tíu af síðustu ellefu leikjum sínum og er komið í baráttuna um heimaleikjarétt í úrslitakeppninni. Harden er líka kominn inn í umræðuna um verðmætasta leikmann tímabilsins. Hann hefur borið lið Houston á herðum sér og snúið gengi þess algjörlega við á síðustu vikum. Harden er með 33,3 stig að meðaltali í leik á tímabilinu. Clint Capela er næststigahæstur hjá Houston með 17,0 stig að meðaltali í leik. Harden er ekki bara langstigahæsti leikmaður Houston á tímabilinu heldur einnig langstigahæsti leikmaður deildarinnar. Stephen Curry, leikmaður Golden State Warriors, kemur næstur með 28,7 stig að meðaltali í leik.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira