Út klukkan 14:56 Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar 24. október 2019 14:45 Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jafnréttismál Jóna Þórey Pétursdóttir Mest lesið Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hættum að setja saklaust fólk í fangelsi Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Orð ársins Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mataræðið – mikilvægur hluti af loftslagslausninni Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Allt skal með varúð vinna Hrafnhildur Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Snjór í Ártúnsbrekku Stefán Pálsson skrifar Skoðun Bók ársins Kjartan Valgarðsson skrifar Skoðun Það hefði mátt hlusta á FÍB Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Skamm, skamm Davíð Bergmann skrifar Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar Skoðun Réttarkerfið sem vinnur gegn börnum Theodóra Líf Aradóttir skrifar Skoðun Fíkn er ekki skömm – hún er sjúkdómur Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Til verði evrópskt heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ert þú ekki bara pólitíkus? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Öryggi Íslands á ólgutímum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Æskan er okkar fjársjóður Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Strandlengjan er útivistarsvæði fólksins – ekki hraðbraut Vilborg Halldórsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Af hverju opinbert heilbrigðiskerfi? Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Umræðan um bólusetningar barna á algjörum villigötum Júlíus Valsson skrifar Skoðun Tökum Ísland til baka Baldur Borgþórsson,Sigfús Aðalsteinsson skrifar Skoðun RÚV, aðgerðasinnar og íslenskan okkar Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvað er karlmennska? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Krónan er einmitt ekki vandamálið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ráðsmaðurinn, embættið og spurningin sem enginn vill spyrja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Áramótaheit þjóðarinnar: Tryggjum gæðamenntun! Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Skoðun Týndu börnin Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Heimsendaspár sem eiga sér enga stoð í raunveruleikanum Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Sjá meira
Í dag geng ég út klukkan 14:56. Í dag er dagur til að sýna samstöðu kvenna og þakka fyrir baráttu þeirra sem á undan okkur hafa komið. Í 99 ára sögu Stúdentaráðs Háskóla Íslands er ég fimmtánda konan til að vera kjörin til forystu í Stúdentaráði. Af þessum fimmtán konum hafa tíu þeirra leitt ráðið á síðustu 15 árum. Það er því ljóst að breytingar eru að eiga sér stað og þá sérstaklega á allra síðustu árum en sú staðreynd að hlutfall kvenna sem hefur leitt hagsmunabaráttu stúdenta við Háskóla Íslands sé aðeins 15% segir sína sögu. Fyrirmyndir eru svo mikilvægar og kvennafrídagurinn er hvað besta tilefnið til að fagna þeim. Það var einmitt á fyrsta kvennafrídeginum sem móðir mín fékk hvað mestan innblástur til þess að standa upp og berjast fyrir sínum réttindum, sem eru svo núna orðin mín réttindi. Henni, forverum mínum í starfi, konum sem hafa tekið slaginn hingað til og þeim sem halda því áfram þakka ég kærlega fyrir. Á sama tíma og er mikilvægt að þakka fyrir söguna er nauðsynlegt að finna leiðir til að líta fram á veginn og halda baráttunni áfram því enn er af nógu að taka. Kynjuð orðræða, skortur á sýnileika kvenfyrirmynda, fræðakonum, vísindakonum er dæmi um atriði sem þarf að bæta í Háskóla Íslands og áfram mætti telja. Stúdentaráð setti fram hugmyndasöfnun og ábendingabanka sem má finna hér þar sem stúdentar geta bent á hvað má betur fara þegar kemur að jafnréttismálum í Háskóla Íslands. Jafnréttisátakið er til þess gert að færa hagsmunabaráttu stúdenta nær öllum stúdentum í HÍ um leið og við fáum vonandi betri sýn á hvernig stúdentar meta stöðu jafnréttismála í skólanum og hægt verður að vinna úr því. Hugmyndasöfnunin hófst í gær og stendur yfir til 6. nóvember. Eftir það er unnið úr niðurstöðunum og kosið um forgangsröðun ábendinga. Stöndum saman og göngum út klukkan 14:56. Til hamingju með daginn konur!Höfundur er forseti Stúdentaráðs Háskóla Íslands.
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun
Skoðun Aðgengi fatlaðs fólks að vinnumarkaði er ekki góðgerð, það er jöfnuður Valný Óttarsdóttir skrifar
Skoðun Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason skrifar
Skoðun Jafnaðarstefnan og markaðsbrestur á húsnæðismarkaði, þéttingarstefnan, velferð og fagurfræði Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til allsherjar- og menntamálanefndar Alþingis - Þögn löggjafans Arnar Sigurðsson,Elías Blöndal Guðjónsson skrifar
Skoðun Gervigreind í vinnugallann og fleiri spádómar fyrir 2026 Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Utanríkismálaárið 2025 Vilborg Ása Guðjónsdóttir,Erlingur Erlingsson,Guðbjörg Ríkey Th. Hauksdóttir,Guðrún Helga Jóhannsdóttir,Sveinn Helgason Skoðun