Andrea Jacobsen og stöllur í Kristianstad töpuðu fyrir Lugi á heimavelli sínum í sænsku úrvalsdeildinni í handbolta í kvöld.
Andrea skoraði fjögur mörk í 25-27 tapinu.
Kristianstad er í 11. og næst neðsta sæti sænsku úrvalsdeildarinnar, jafnt að stigum og Boden í botnsætinu.
Boden tapaði einnig í kvöld, 30-22, gegn Skara á útivelli. Hafdís Renötudóttir varði þrjú skot í marki Boden.
Neðsta lið deildarinnar fellur beint í B-deildina en liðin þrjú þar fyrir ofan fara í umspil.
Andrea skoraði fjögur
Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar

Mest lesið


Sveindísi var enginn greiði gerður
Fótbolti




Landsliðskonurnar neita að æfa
Fótbolti


Aron ráðinn til FH
Handbolti

