Samræmt göngulag fornt Hjálmar Jónsson skrifar 5. nóvember 2019 15:26 „En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fjölmiðlar Hjálmar Jónsson Kjaramál Tengdar fréttir Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00 Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34 Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52 Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30 Mest lesið Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Líf og dauði við Aðalstræti Helgi Þorláksson Skoðun Hindúisminn og allir hinir -ismarnir í lífi mínu Þórhallur Heimisson Skoðun Skoðun Skoðun Örorkubyrði og örorkuframlag lífeyrissjóða Björgvin Jón Bjarnason skrifar Skoðun Komið gott! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Gegn áætluðu kílómetragjaldi stjórnvalda á bifhjól Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Tillaga um hærri vörugjöld á mótorhjól er skref aftur á bak Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun Hvernig hugsar þú um hreint vatn? Lovísa Árnadóttir skrifar Skoðun Takk Vigdís! Takk Guðni! Takk Halla! — Takk þjóð! Hjörtur Hjartarson skrifar Skoðun Blóðmerar - skeytingarleysi hinna þriggja valda Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Krefjandi tímar í veitingageiranum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Má endalaust vera níðingur!! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar Skoðun Silfurfat Samfylkingarinnar Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Véfréttir og villuljós Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun „Fór í útkall“ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar Skoðun Fjölþátta ógnarstjórn Högni Elfar Gylfason skrifar Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar Skoðun ,,Mig langar svo bara að geta kennt þessum 25 börnum“ Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Mér kvíðir slæm íslenska ungmenna Elín Karlsdóttir skrifar Skoðun Íþróttahreyfingin stefnir í gjaldþrot!! Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
„En, guð sé oss næstur. Það gerist margt hér á landi. Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag. Skal dotta í geðlausri deyfð, sem á sama oss standi? Skal draga í svaðið hið íslenzka göngulag? Nei, aldrei skal takast þeim ættjarðarlausu bjánum, að eyða þeim siðferðismætti, sem hér stendur vörð. Álútir skulu menn ganga! og hoknir í hnjánum! Og horfa með stilling og festu á íslenzka jörð!“ Mér varð hugsað til þessa kvæðis Steins Steinars og sérstaklega titils þess þegar ég velti fyrir mér ömurlegri framgöngu Samtaka atvinnulífsins í yfirstandandi kjaradeilu við Blaðamannafélag Íslands. Og ég minnist þess ekki í þau bráðum fjörutíu ár, sem ég hef fjallað um og tekið þátt í kjarasamningum hér á landi, að það hafi ekki verið metnaðarmál atvinnurekenda í öllum greinum atvinnulífsins að bjóða kjarabætur sem að minnsta kosti jöfnuðust á við það sem aðrir höfðu boðið, sama hversu bágt ástandið var í atvinnugreininni. En alltaf lærir maður eitthvað nýtt og nú er svo sannarlega skrifaður nýr kafli í í sögu samskipta verkalýshreyfingar og atvinnurekenda. Það liggur nefnilega fyrir skjalfest og meitlað í stein að eina tilboð atvinnurekenda til BÍ í yfirstandandi kjaradeilu er verulega lægra en samið hefur verið um við allar aðrar stéttir og starfsgreinar í þessu samfélagi! Ég furða mig bara á því að eigendur þessara fjölmiðla, sem um ræðir, skuli sætta sig við þessa framgöngu SA, sem hefur gert það að verkum að í óefni stefnir. Svo höfum við blaðamenn auðvitað leyft okkur þá ósvinnu að hugsa sjálfstætt og hafa skoðun á því hvað kemur að mestum notum fyrir starfsgreinina: „Nú ganga menn uppréttir, jafnvel um hábjartan dag.“ Eða eins og blaðamaður til áratuga, sérlega seinþreyttur til vandræða, sendi mér í tilskrifi: „Blaðamannafélag Íslands fer með samningsumboð fyrir sína félagsmenn. Það gengur ekki í samningum tveggja aðila að annar setji hinum ófrávíkjanlegan úrslitakost. Blaðamannafélag Íslands átti ekki neina aðkomu að gerð lífskjarasamningsins og hann er því ekki samningur þess. Auk þess tekur hann ekki á veigamiklum atriðum sem varða starfsumhverfi og kjör blaðamanna.“Höfundur er formaður Blaðamannafélags Íslands
Segir kjör blaðamanna hörmuleg og útlit fyrir vinnustöðvanir Blaðamenn greiða atkvæði um vinnustöðvanir á morgun. 29. október 2019 19:00
Blaðamenn greiddu atkvæði með vinnustöðvunum Fyrsta vinnustöðvun blaðamanna verður föstudaginn 8. nóvember og nær til vefmiðla. 30. október 2019 17:34
Vinnustöðvun blaðamanna breytir ekki afstöðu SA Framkvæmdastjóri SA segir ekki hægt að tefla lífskjarasamningum í hættu með því að semja á forsendum Blaðamannafélags Íslands. 30. október 2019 19:52
Formaðurinn hvetur blaðamenn til verkfalla Blaðamenn hafa ekki farið í verkfall í rúmlega 40 ár og myndi vinnustöðvun því þurfa að taka mið af gjörbreyttu fjölmiðlalandslagi. 28. september 2019 18:30
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind er persónulegi kennarinn þinn – Lærum að læra upp á nýtt Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Um pólitík óttans, öryggisvæðingu fólksflótta og hina ICElensku varðhaldsstöð Sema Erla Serdaroglu skrifar
Skoðun Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir skrifar
Skoðun Fjármálabylting: Gervigreind og táknvæðing fyrir almenning Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Dagur náms- og starfsráðgjafar 2025: Faglegur stuðningur sem skiptir máli – fyrir einstaklinga og samfélagið Jónína Kárdal,Svandís Sturludóttir skrifar
Skoðun Verjum mikilvæga starfsemi Ljóssins Guðbjörg Jónsdóttir,Helga Tryggvadóttir,Sigurdís Haraldsdóttir skrifar
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Opið bréf til Jóhanns Páls Jóhannssonar umhverfis-, orku- og loftlagsráðherra Kolbrún Georgsdóttir Skoðun