Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 13:00 Körfuboltakonan og lífleg nunna. Myndin tengist fréttinni ekki. Samsett/Getty Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér. Bandaríkin Körfubolti Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira
Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér.
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið „Nálguðumst leikinn vitlaust“ Fótbolti Stal senunni í fagnaðarlátum Arsenal Fótbolti Chelsea Sambandsdeildarmeistari 2025 Fótbolti „Ég set spurningarmerki við þennan tímapunkt“ Íslenski boltinn Læti fyrir leik í Póllandi Fótbolti Íslandsmet féll í Andorra Sport United niðurlægt í Malasíu Enski boltinn Magdeburg á toppinn eftir enn einn stórleikinn hjá Ómari og Gísla Handbolti Biðst afsökunar á afar ljótum ummælum í Árbæ Fótbolti Eiginkonurnar fljúga frítt á meðan starfsmennirnir sitja eftir heima Fótbolti Fleiri fréttir Átti einstakan leik og biðinni frá aldamótum að ljúka Grindavík sækir besta leikmann Hamars/Þórs Dani Rodriguez búin að semja við Njarðvík Daníel Guðni tekur við karlaliði Keflavíkur Náfrændurnir bestir en Thunder þarf bara einn sigur enn Hörður Axel tekur við Keflavík á nýjan leik „Frábær leikmaður en Jokic átti að vinna þessi verðlaun“ „Ódrepandi“ Knicks í sögubækurnar Emilie Hesseldal í Grindavík Úlfarnir bitu frá sér og unnu 42 stiga sigur Elsti leikmaðurinn til að fá MVP atkvæði Stórleikur Martins dugði ekki til og Alba Berlin úr leik Siakam sjóðheitur þegar Pacers komst í 2-0 „Sannleikurinn“ Edwards þarf að skjóta sópinn úr höndum OKC Íslandsmeistarinn Ægir Þór: „Þetta er bara algjör þvæla“ Sylvía snýr aftur með nýliðunum: „Hefur verið nauðsynlegur tími fyrir mig“ Blóðgaði dómara Eru klárlega með gæði til að spila í efstu deild Þýskalands Tók við MVP-styttunni og skoraði svo 38 stig Finnur fyrir miklum létti: „Algjört andlegt rugl“ EuroBasket aftur í fjórum löndum og Spánn stefnir á áhorfendamet Utan vallar: Í reykjarmekki alsælunnar Voru með 0,2 prósent sigurlíkur þegar þrjár mínútur voru eftir en unnu samt „Kemur væntanlega risastórt tómarúm“ Lygilegur endurkomusigur Indiana í MSG Sjáðu magnaðar myndir úr klefa Stjörnumanna Valinn verðmætastur eftir besta tímabil í sögu félagsins „Körfuboltaguðirnir voru búnir að ákveða“ Ægir valinn verðmætastur „Þakka Guði fyrir að leyfa mér að upplifa þetta“ Sjá meira