Ótrúleg saga körfuboltastjörnu sem kvaddi körfuboltann á besta aldri og gerðist nunna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. ágúst 2019 13:00 Körfuboltakonan og lífleg nunna. Myndin tengist fréttinni ekki. Samsett/Getty Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér. Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira
Shelly Pennefather átti magnaðan feril í bandaríska háskólakörfuboltanum og hún átti heldur betur framtíðina fyrir sér sem atvinnumaður í körfubolta þegar hún tók risastóra ákvörðun aðeins 25 ára gömul. Shelly kvaddi ekki aðeins körfuboltann þegar hún sagði skilið við hefðbundið líf sitt í júní 1991. Shelly Pennefather kvaddi fjölskyldu sína, skipti um nafn og gekk í eitt strangasta klaustur í Bandaríkjunum. Hún hét ekki lengur Shelly heldur Systir Rose Marie. ESPN fór af stað og reyndi að komast að því hvað kom fyrir körfuboltastjörnuna Shelly Pennefather sem hefur ekki sést síðan í þessum júnímánuði fyrir 28 árum síðan. Úr varð mjög merkileg grein sem fær þá sem lesa til að pæla mikið í því hvernig hægt sé að taka svo stóra ákvörðun. Shelly kvaddi þarna fjölskyldu sína og sex systkini og síðustu dagarnir fóru í það að eyða sem mestum tíma með þeim. Þú gerðu ýmislegt skemmtilegt saman vitandi það að þau myndu aldrei geta gert það aftur.Shelly Pennefather remains Villanova basketball’s all-time leading scorer among both men and women. She walked away from a $200K a year salary playing professional basketball for the cloistered life of a Poor Claire nun. https://t.co/6sUuwrdj41 — espnW (@espnW) August 3, 2019 Shelly Pennefather lék með Villanova háskólaliðinu frá 1983 til 1987 og er enn stigahæsti leikmaður skólans frá upphafi og þá skiptir engu máli um hvort við séum að tala um karlmenn eða konur. Pennefather skoraði 2408 stig fyrir skólann eða 20,6 stig að meðaltali í leik. Eftir að háskólanáminu lauk þá fór hún í atvinnumennsku í Japan og spilaði í þrjú tímabil með liði Nippon Express. Þegar hún tók þá ákvörðun að hætta í körfubolta þá var hún að hafna 200 þúsund dollara árslaunum sem atvinnumaður í japanska körfuboltanum.Former Villanova star Shelly Pennefather left her family, friends and basketball to live as a cloistered nun. More than two decades later, Sister Rose Marie reaffirms her choice of faith over fortune. https://t.co/wWxWFiaDSY — ESPN Women's Hoops (@ESPN_WomenHoop) August 3, 2019 Laugardagsmorgunn í júní 1991 keyrði hún bílinn í klaustrið í Alexandria í Virginia-fylki. Fimmtán nunnur biðu eftir henni og tóku á móti henni. Shelly snéri sér að fjölskyldu sinni og sagði: „Ég elska ykkur öll“ en eftir það gekk hún inn í klaustrið og líf þeirra allra var breytt. Shelly var ekki að ganga í hvaða klaustur sem er heldur í eitt það strangasta sem til er. Nunnurnar mega aldrei yfirgefa klaustrið aftur nema vegna bráðaveikinda. Hún má aldrei hringja heim eða senda skilaboð. Fjölskylda hennar má þó heimsækja hana tvisvar á árinu. Hún má reyndar faðma fjölskyldu sína en bara á 25 ára fresti. Hún má líka skrifa bréf en aðeins ef einhver skrifar henni fyrst. Nunnurnar sofa á dýnum gerðum úr stráum. Þær vakna klukkan hálffeitt á hverri nóttu til að biðja og mega aldrei sofa lengur en í fjóra tíma í senn. Þær þurfa líka að ganga berfættar 23 klukkutíma á hverjum sólarhring. Hér fyrir neðan má sjá myndbrot af sögu Shelly Pennefather í tengslum við greinina um hana í ESPN.ESPN is debuting a new feature over the weekend about Villanova women's basketball coach Harry Peritta and former standout Shelly Pennefather, who became a cloistered nun 25 years ago. pic.twitter.com/Qci8bkGjk3 — Rob Tornoe (@RobTornoe) August 2, 2019 Greinin um Shelly Pennefather og hvað varð um hana er merkileg lesning en það má finna hana alla hér.
Bandaríkin Körfubolti Mest lesið Mun aldrei jafna sig á tapinu gegn Íslandi Fótbolti Hraunaði yfir slúðurblað vegna myndar af sér með ekkju Jota Fótbolti Um hnífsárásina sem breytti lífi hans: „Hluti af mér er horfinn“ Enski boltinn Er hluti af leikmannahópnum þrátt fyrir að vera í fangelsi Enski boltinn Staðan grafalvarleg og HSÍ leitar nýrra leiða Handbolti Dagný ólétt að sínu þriðja barni Fótbolti „Setti oft fótboltann fram yfir mína andlegu heilsu“ Íslenski boltinn Engin stig dregin af Chelsea Enski boltinn Brosandi Emelía sneri aftur eftir 406 daga bið Fótbolti ÍR komið á blað þökk sé ótrúlegri frammistöðu Baldurs Fritz Handbolti Fleiri fréttir Bertone á leið í Stjörnuna en byrjar í fimm leikja banni Annar fyrrverandi leikmaður Sacramento Kings til Álftaness Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Sjá meira