Alfreð Gíslason er kominn með Kiel í bikarúrslit á sínu síðasta ári sem þjálfari liðsins en Kiel vann 24-22 sigur á Füchse Berlín.
Kiel var mun sterkari aðilinn í fyrri hálfleiknum og var sex mörkum yfir í hálfleik, 13-7. Þeir héldu forystunni í síðari hálfleik og tryggðu sér sæti í bikarúrslitunum.
Markahæstir í liði Kiel var Niclas Ekberg og Domogoj Duvnjak með sex mörk en Fabien Weide gerði einnig sex fyrir Füchse. Bjarki Már Elísson skoraði tvö mörk.
Kiel mætir Magdeburg í úrslitaleiknum á morgun.
Alfreð í bikarúrslit
Anton Ingi Leifsson skrifar
