Kristianstad er áfram sigri frá undanúrslitunum í sænsku úrslitakeppninni í handbolta eftir tap gegn Redbergslids, 38-37, í tvöfaldri framlengingu í kvöld.
Kristianstad hafði unnið fyrstu tvo leikina og vinna þarf þrjá leiki til þess að koma sér áfram. Þriðji sigurinn kom því miður ekki í kvöld.
Staðan í hálfleik var 15-14, Kristianstad í vil, en Redbergslids jafnaði 40 sekúndum fyrir leikslok. Kristianstad fékk vítakast á lokasekúndunni en Viktor Hallén brenndi af vítakastinu.
Því þurfti að framlengja en í henni voru meistararnir og heimamennirnir í Kristianstad sterkari framan af. Gestirnir voru þó ekki af baki dottnir og náðu að jafna metin.
Staðan eftir fyrstu framlengingu var áfram jöfn, 31-31. Í annarri framlengingunni skoruðu gestirnir fyrstu þrjú mörkin og unnu að lokum, 38-37.
Arnar Freyr Arnarsson var markahæstur hjá Kristianstad með átta mörk en Ólafur Guðmundsson kom næstur með sjö mörk. Teitur Örn Einarsson skoraði eitt.
Kristianstad tapaði eftir tvöfalda framlengingu
Anton Ingi Leifsson skrifar
