Frelsi til að ferðast Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar 16. október 2019 07:30 Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samgöngur Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Mest lesið Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hver á að fá súrefnisgrímuna fyrst? Davíð Bergmann. skrifar Skoðun Baráttan um kjör eldra fólks Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Elsku Íslendingar, styðjum saman Grindavík Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Svigrúm Eydísar á fölskum grunni Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri vegur til Þorlákshafnar er samkeppnismál Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Lík brennd í Grafarvogi Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Er handahlaup valdeflandi? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Á jaðrinum með Jesú Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Gervigreindin beisluð Hanna Kristín Skaftadóttir,Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Sjá meira
Íbúar á höfuðborgarsvæðinu þurfa aukið frelsi til að velja sína leið í samgöngum. Sanngjarnast er að valið standi á milli raunhæfra valkosta. Í því skyni er samgöngusáttmálinn tímamótasamningur þar sem umferðarvandi þorra landsbúa er kominn á dagskrá með lausnum sem felast í uppbyggingu stofnvegakerfisins, bestun ljósastýringar, bættum almenningssamgöngum og heildstæðu hjólastígakerfi. Sveitarstjórnir höfuðborgarsvæðisins hafa komið sér saman um sanngjarnt kerfi samgangna þar sem allir hafa raunhæft val um að ferðast með þeim hætti sem þeir kjósa. Með bættum almenningssamgöngum og betra kerfi göngu- og hjólastíga teljum við að hægt verði að auka hlut þeirra sem ekki ferðast á einkabíl úr 24% í 36%. Þetta skiptir verulegu máli þegar spár gera ráð fyrir að bílaumferð myndi aukast a.m.k. um 40% á næstu 15 árum, ef ekkert er að gert. Ef ekki er boðið upp á fjölbreyttara val í samgöngum, sem auðveldar fólki að komast til vinnu eða skóla, munu umferðartafirnar bara lengjast og umferðarmengunin aukast. Við viljum öll frekar eyða tíma okkar og peningum í annað en enn erfiðari morgunumferð eða stress eða hvort við náum tímanlega að sækja börnin á leikskólann síðdegis. Öll viljum við líka betri loftgæði og færri daga þar sem börn og þau sem eru viðkvæm í lungum eru hvött til að halda sig inni við þegar umferðin hefur mengað of mikið. Til að bæta samgöngur fyrir alla þarf að besta ljósastýringu og liðka fyrir þungum umferðarstraumi og draga þar með úr töfum. Samgöngusáttmálinn gerir ráð fyrir 7,2 ma. kr. í bætta umferðarstýringu og öryggisaðgerðir. Það þarf að stuðla að hagkvæmum almenningssamgöngum sem mun einnig draga úr loftmengun, þrengslum, hávaða og slysum. Með sérakreinum strætisvagna og nýju leiðakerfi sem leyfir notendum að komast fljótar á áfangastað verða almenningssamgöngur raunhæfur valkostur fyrir enn fleiri íbúa. Með góðu hjólastígakerfi verða hjólreiðar samgöngukostur, allt árið um kring fyrir vaxandi hóp hjólreiðafólks, Fram undan eru ærin verkefni sem hafa verið vel undirbúin með greiningum, skoðunum og umræðu. Undirbúningur við stofnvegaframkvæmdir, Borgarlínu og bestun á ljósastýringum er formlega hafinn í góðu samstarfi sveitarfélaganna á höfuðborgarsvæðinu og Vegagerðarinnar. Fjármagn hefur verið tryggt og áætlað að framkvæmdir hefjist árið 2020. Okkur er því ekkert að vanbúnaði – nú er bara að láta hlutina gerast svo allir komist á áfangastað, sama hvaða ferðamáta þeir kjósa.
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Skoðun Menntamál íslenskra grunnskólabarna hafa verið til umfjöllunar – sem er vel. Miklu verra er tilefnið Karen Rúnarsdóttir skrifar
Skoðun Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Óvirðing við lýðræðislegar hefðir, gegn stjórnarskrá, trúnaðarbrot gagnvart kjósendum Arnar Þór Jónsson Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun