Beðið eftir Samkeppniseftirlitinu Hópur skrifar 19. júní 2019 07:00 Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Samkeppnismál Mest lesið Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson Skoðun Skoðun Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Skoðun Jöfn vernd fyrir öll börn í veröldinni Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Byggð í Norðvesturkjördæmi: lífæð framtíðar Íslands Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Hverju hef ég stjórn á? Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Metnaður eða metnaðarleysi? Sumarrós Sigurðardóttir skrifar Skoðun „Þetta er allt í vinnslu“ María Pétursdóttir skrifar Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar Skoðun Iðnaðarstefna – stökkpallur inn í næsta hagvaxtarskeið Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Hættum að bregðast íslensku hryssunni Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Börnin bíða meðan lausnin stendur auð Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Áður en það verður of seint María Rut Kristinsdóttir skrifar Skoðun Lygin lekur niður á hökuna Jón Daníelsson skrifar Skoðun Líflínan Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Ríkisfyrirtæki sem virðir ekki æðsta valdið Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Sjá meira
Samkeppniseftirlitinu eru fengnar víðtækar heimildir með lögum. Ein af þeim veigameiri er heimildin til að ógilda samruna eða setja þeim skilyrði, eftir því sem ástæða þykir til. Vart þarf að fjölyrða um hversu íþyngjandi beiting þeirrar heimildar getur verið, enda hafa aðilar þá eytt miklum tíma og fjármunum í verkefnið sem ekki getur gengið í gegn. Þá eru fyrirtæki oftast í ákveðinni biðstöðu á meðan Samkeppniseftirlitið fjallar um samruna. Af þessum sökum kveða samkeppnislög á um tímafresti við meðferð samrunamála. Deila má um hvort þeir kunni að teljast óþarflega rúmir, en samrunamál geta verið allt að 115 daga í meðferð, sem er um hálft ár. Eðli málsins samkvæmt tekur lengri tíma að rannsaka flókna og stóra samruna en heppilegt væri ef minni samrunar væru að jafnaði afgreiddir á skemmri tíma. Því lengri málsmeðferðartími, því skaðlegra atvinnulífinu.Reglur um málsmeðferð og réttarvernd Í stjórnsýslulögum er kveðið á um tilteknar formreglur sem stjórnvöldum ber að gæta við meðferð mála. Er Samkeppniseftirlitið bundið af þeim lögum líkt og önnur stjórnvöld. Var tilgangur laganna á sínum tíma að kveða á um ákveðin grunnréttindi, til verndar borgurum og fyrirtækjum í landinu. Meðal þessara reglna eru ákvæði um að stjórnvald skuli sjá til þess að mál séu ávallt nægilega upplýst áður en ákvörðun er tekin. Að aðilum máls sé gefinn kostur á að tjá sig um efni þess áður en ákvörðun er tekin, að stjórnvald skuli veita leiðbeiningar eftir föngum o.fl. Allar bera þær að sama brunni, að vernda grundvallarréttindi borgaranna. Taki Samkeppniseftirlitið ákvörðun um að ógilda samruna er heimilt að kæra þá ákvörðun til æðra stjórnvalds, áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Er raunar sérstaklega kveðið á um það í lögunum að óheimilt sé að bera mál undir dómstóla án þess að kæru sé fyrst beint til áfrýjunarnefndar. Í samkeppnislögum er kveðið á um að úrskurðir áfrýjunarnefndar skuli liggja fyrir innan 6 vikna frá kæru. Í reynd er hins vegar málsmeðferðartíminn talsvert lengri, oft um 3 mánuðir. Að gættum 4 vikna kærufresti geta þannig liðið 10 mánuðir frá því að tilkynnt er um samruna þar til úrskurður áfrýjunarnefndar liggur fyrir.Halldór Brynjar HalldórssonHvað gerist ef reglum er ekki fylgt? Fylgi Samkeppniseftirlitið ekki málsmeðferðarreglum og brjóti þannig gegn réttindum þeirra fyrirtækja sem til rannsóknar eru við meðferð samrunamála, mætti almennt ætla að fyrirtæki byggðu á því fyrir áfrýjunarnefnd og krefðust ógildingar á ákvörðuninni af þeim sökum. Til dæmis hafi rannsókn málsins verið ófullnægjandi, eða andmælaréttur ekki virtur. Sú er hins vegar ekki raunin. Jafnvel þó fyrirtæki telji að Samkeppniseftirlitið hafi við meðferð samrunamáls brotið gróflega gegn þeim lágmarksréttindum sem stjórnsýslulög tryggja þeim, er ekki alltaf byggt á því fyrir áfrýjunarnefnd. Þetta kann að koma spánskt fyrir sjónir, en ástæðan er sú að með lagabreytingu á árinu 2008 var bætt við nýrri 17. gr. e. við samkeppnislögin. Sú grein kveður á um að ef áfrýjunarnefnd fellir ákvörðun Samkeppniseftirlitsins úr gildi vegna „formgalla á málsmeðferð“ sé Samkeppniseftirlitinu heimilt að taka ákvörðun í málinu að nýju, þó innan 30 daga. Þannig mætti ímynda sér þær aðstæður að Samkeppniseftirlitið rannsaki samruna og taki ákvörðum um ógildingu hans eftir tæpa 6 mánuði. Við rannsóknina hafi verið brotið alvarlega gegn réttindum viðkomandi fyrirtækis, og fyrirtækið kærði hana innan 4 vikna til áfrýjunarnefndar. Áfrýjunarnefnd tæki undir það, teldi t.d. rannsókn málsins verulega ófullnægjandi og ógilti ákvörðunina eftir um 3 mánuði. Þá stæði viðkomandi fyrirtæki uppi, 10 mánuðum frá samrunatilkynningu, í þeim sporum að Samkeppniseftirlitið gæti tekið nýja ákvörðun. Stofnunin bætti úr þeim annmörkum sem verið hefðu á rannsókninni, og ógilti samrunann að nýju. Fyrirtækið væri því komið aftur á upphafsreit, 10 mánuðum síðar. Tíminn getur skipt sköpum Allir sem kynnst hafa fyrirtækjarekstri vita að öll óvissa hefur slæm áhrif á rekstur fyrirtækja. Að standa aftur á byrjunarreit með samrunatilkynningu 10 mánuðum eftir upphaflega tilkynningu kemur í fæstum tilvikum til greina. Slík langvarandi óvissa er einfaldlega í flestum tilvikum of mikil og ekki þess virði. Af þessu leiðir að fyrirtæki telja það oft ekki þjóna hagsmunum sínum að byggja á því í kæru til áfrýjunarnefndar að brotið hafi verið gegn réttindum þeirra, jafnvel þó þau telji að svo hafi verið það jafnvel gróflega. Það þjónar einfaldlega engum tilgangi. Afleiðing þessarar lagabreytingar var því sú að sú réttarvernd sem ákvæðum stjórnsýslulaga er ætlað að tryggja hefur í raun takmarkaða eða enga þýðingu við meðferð samrunamála. Það getur vart verið viðunandi réttarástand. Að einhverju leyti má skilja tilgang breytingarinnar, að skaðlegir samrunar fari ekki í gegn vegna einhvers smávægilegs formgalla. En hvort vegur þyngra, þeir hagsmunir eða hagsmunir fyrirtækja í landinu af því að þeim séu við meðferð samrunamála tryggð þau lágmarksréttindi sem stjórnsýslulögum er ætlað að tryggja? Greinarhöfundar hallast að því síðarnefnda og að breytinguna beri að taka til baka.Höfundar: Helga Melkorka Óttarsdóttir og Halldór Brynjar Halldórsson, lögmenn og eigendur á LOGOS
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Helför Palestínumanna í beinni útsendingu – viljum við vera samsek? Ólafur Ingólfsson skrifar
Skoðun Arðsemi og tilgangur - eitt útilokar ekki annað Elva Rakel Jónsdóttir,Erla Ósk Ásgeirsdottir skrifar
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun